Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1947, Blaðsíða 229
227
á að hafa verið sýkt af hundaæði í Austfjörðum, var fyrst og fremst
Lagarfljót, þó að gert sé fyrir því, að mjög sé ofsögum sagt af því sjúk-
dómseinkenni, sem orðið hefur tilefni eins heitis sóttarinnar, þ. e. ótta
hinna sjúku dýra við vatn (hydrophobia). En ekki hefur þessi girð-
ing haldið, því að samkvæmt frásögninni á sóttin að hafa borizt yfir i
Fljótsdal og Fell og þangað næsta eftirminnilega, enda að jafnaði lít-
illar varnar að vænta af Lagarfljóti að vetrinum. Næsta náttúrleg sótt-
varnargirðing er hér Jökulsá á Dal og hin þriðja og sennilega þeirra
heldust Jökuldalsöræfi, Smjörvatnsheiði og Hlíðarfjöll fyrir vestri og
norðri, en í suðri hver fjallgarðurinn af öðrum á milli fjarða. Mikið að-
hald hefur það og mátt vera að sóttinni, að meginhluti hins sýkta
svæðis hefur átt kaupstaðarsókn til eins og sama verzlunarstaðar, þ. e.
Reyðarfjarðar (Stóru-Breiðavikur). Hafa hin gömlu verzlunarsvæði
vafalaust verið að meira eða minna leyti sjálfstæðar einingar með til-
liti til útbreiðslu farsótta.
Að undanteknum villtum rándýrum, þar sem þeirra er mikil mergð,
og þá einkum úlfum, eru það hvarvetna hundar, sem líklegastir eru til
að halda við hundaæði í löndum og' bera það langleiðis. Það er ekki eðli
sóttarinnar lit af fyrir sig, heldur eðli hinna rásgjörnu rándýra, sem
er flestum öðrum dýrum eiginlegra að beita kjafti og kló, er gerir þau
að svo virkum smitberum sem raun ber vitni. Hér á landi gátu hundar
fljótt orðið úr leik sem smitberar, þ. e. með því að veikjast mjög geyst
og unnvörpum og stráfalla. „. .. þar til sú sveit varð hundlaus", segir
í annálnum um Norðfjörð, þar sem sóttin á að hafa komið upp, en ef
sú varð reyndin í þeirri sveit, hví hefði þá ekki átt að fara á sömu leið
um allt hið sýkta svæði? Næst á eftir hundum koma refir hér til álita
sem virkir smitberar hundaæðis, en bæði er, að ekki er unnt að gera
ráð fyrir mikilli mergð þeira og víst gátu þeir stráfallið eigi síður en
hundarnir.
Þó að ekki komi til þess, að beitt sé skipulögðum sóttvörnum gegn
hundaæði, verður það af sjálfu sér, að cðlileg viðbrögð manna við sótt-
inni jafngilda ekki óvirkum sóttvarnaraðgerðum. Hverjum manni er það
eiginlegt að verja sjálfan sig, börn sín og búfé gegn árásum grimmra
hunda og annarra óargadýra, þó að engin sérstök sótthætta sé talin af
árásinni, hvað þá ef grunseind vaknar um slíkt, sem fljótt verður,
þegar hundaæði er á ferðinni. Frásögn annálsins staðfestir nægilega
greinilega, að ekki eiga Austfirðingar að hafa gert sig að því viðundri
að bregðast öðruvísi en eðlilega við hættunni.
Nú verða því gefnar gætur, hvort það, sem kunnugt er um faraldurs-
hætti hundaæðis, bæði almennt og sérstaklega á þeim tíma, sem sóttin
er talin hafa borizt hingað til lands, geri það fremur líklegt en ólíklegt,
að slíkt hafi getað átt sér stað. Þess er þá fyrst að geta, að sögum fer
af hundaæði á öllum breiddarstigum heimskauta milli, hvar sem mað-
ur og hundur hafa lagt leiðir sínar. Það hefnr í einn tíma eða annan
stungið sér niður eða verið landlægt Iengur eða skemur í flestum lönd-
um og öllum álfum heims, að hinni yngstu þeirra (Ástralíu) undan-
tekinni, sein varin hefur verið fyrir þessum ófögnuði af mikilli kost-
gæfni. Til eru nægar heimildir um hundaæðisfaraldra í Norðurálfu frá
13. öld, en þegar frá 12. öld er hin áður nefnda íslenzka heimild um