Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 15
Ríkis-ráö. (xi. 4.)
Blindni og Hatur halda rá3
og Hermann ræður einn.
Hann lafir fyrir Lenins náð,
sá litli Skugga-Sveinn.
Þótt Hermann stofni hundrað ,,ráð“
það hjálpar ekki par,
bregíist Héðins blessuð náð
og Bolsa hugarfar.
Ekkert hjálpar Hambros náð,
ef Hermann ræður einn, —
háskalegt er Haralds ráð
og heimskur Auga-Steinn.
Ekki duga Rauðku ráð,
að reisa þjóð og land;
en settu marki sú hefur náð:
— Að setja allt í strand.
Að lyktum bresta Lokaráð,
þeir linast — hver og einn,
þótt engu hafi um það spáð,
sá armi kögursveinn.
Alltaf rénar gæfa og gengi,
— gjöldin koma senn. —
Hvað skyldu þeir lafa lengi,
litlu greyin enn?
Vandráður.
sýningar, staðfestu og sanns vitnisburðar,
þá setjum vér nöfn vor undir þennan gern-
ing, hver eð skrifaður var á Barnum í
Genova ár og dag, sem fyrr greinir.
Gismondi R. Torso
m. ppr. með hangandi hendi.
Helgi & Magnús Ó. Tappé
á sínum tíma. í ógáti.
Chr. Vestur-Indíafari
með samvizkubiti og öðrum fyrirvara.
Te s t e s :
GuSlaugur íslendingur,
með áhöldnum penna.
Hálfdán í Búð,
falsað.
Joöáburöur. <xi. e
(Öll réttindi áskilin til lagfæringar.)
Allra handa mein og mæða
mikið þjáir bændalýð.
Allt frá hæstu Arnarvötnum
ofan í lægstu barlómshlíð.
Otal ráð og margskyns meðul
menn hafa reynt í seinni tíð.
Lengi hafa bændur barist,
brotist fram á yztu mið.
Ymsar plágur gegnum gengið,
grætt og prýtt mörg hrjóstursvið.
Endalaust þó alltaf sígur
á ógæfunnar vinstri hlið.
Margt er reynt, og margt er þolað;
miðað beint á völd og auð.
Þó hefur ekkert þokazt áfram,
þjóðina vantar klæði og brauð.
Engan sigur sveitum færði
að setja á lömb, sem fæddust dauð.
Bændur lentu í kotungskreppu,
klæðin slitin — engin bót.
Neyðin óx þó Nitrophoska
nuddað væri á djöflarót.
Hrifluráðið reyndist illa
að renna vatni upp í mót.
Út um sveitir barlómsbumba
barin var af fjölda manns.
Hæst þó lét í hungurskoltum
höfðingjanna austanlands.
Letingjar í lystigörðum
Iágu und fögrum blómakrans.
Þá var loks, að Þingeyingur
það upp fann — er bætir mein —
að ata í Joði enda á milli
Egilsstaða-barlóms-Svein.
Sveinka illa sveið í bili,
en síðan engin heyrast kvein.
11