Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 116
Sparnaöaitillögui.
Það er alveg klárt, enda margtekið fram af vor-
um Eysteini, að eitthvað verður að gera, til þess
að hin góðkunna stórútgerð á þjóðarskútunni beri
sig, en á því hafa verið misbrestir undanfarið,
þrátt fyrir viljann, máttinn og dýrðina hjá sama
Eysteini. Eitt af því, sem er orðinn mikill baggi
á þjóð vorri, er þinghaldið, sem kostar að fróðra
manna sögn 2500 krónur á dag fyrir utan drykkju-
peninga — og er hér auðvitað aðeins talinn sjálf-
ur rekstrarkostnaður stofnunarinnar, en eins og
talan ber með sér, eru ekki meðtaldar „duldu
greiðslurnar“, bitlingar, mútur og þessháttar, sem
ekki verður án verið í þjóðfélagi, sem rekið er á
lýðræðislegum grundvelli. Nýlega hefur íhaldið
unnið sér til óhelgi með því að eyða þannig 5000
krónum auk útvarpskostnaðar í vantraustið á
vorn Hermann, sem allir vissu, að ekki myndi
verða samþykkt: Þessar 5000 krónur hefði mátt
alveg spara, ef Ólafur Thors hefði bara einhvern
daginn gengið til Hermanns utan dagskrár og
mælt eitthvað á þessa leið: „Heyrðu, Hermann
minn, ég átti að segja þér frá flokksbræðrum
mínum, að við höfum ekki almennilega fídús á
þér eða Skúla, vegna þess, að okkur þykir þið
ekki nógu sterkir, sízt meðan þú ert beinbrotinn.
Farðu nú heim og legðu þig“. Og Hermann hefði
getað svarað eitthvað á þessa leið: „Þú lýgur það,
(XIII. 8.)
að ég sé beinbrotinn — þetta var bara bluff með
gipsið, til þess að þjóðin sæi, hvað ég væri harður
af mér, því það er soleiðis sterk stjórn, sem hún
vill hafa. Og Skúli er fullgóður, það sem hann
nær, eða sérðu mikið eftir honum úr Kveldúlfi?“
Að lokinni hvorri þessara ræðna heyrist svo auð-
vitað lófaklapp frá hvorum flokki, og má hafa
Jón Eyþórsson með vindmælirinn til þess að mæla
hvort sterkara yrði, og af því mætti sjá, hvort
vantraustið væri samþykkt eða fellt. Þetta litla
intermezzo myndi ekki kosta ríkið grænan eyri,
og Eysteinn sæti hjá kátur og glaður, með 5000-
kallinn í vasanum hreyfingarlausan.
Eitthvað þessu líkt mætti fara að í hverju ein-
asta máli, sem fyrir þingið kemur: afgreiða það
svona utan dagskrár, og jafnvel með ennþá minna
kjaftæði en hér að ofan greinir. Hin góðkunna
merkisþjóð, Englendingar, hafa fyrir skömmu
gefið fordæmið; þar gekk einn þingmaður að öðr-
um og gaf honum á kjaftinn, og bað svo fyrirgefn-
ingar á eftir. Algengt er það í þingunum, bæði í
Frakklandi, Ungverjalandi og víðar, að mál séu
afgreidd með áflogum og pústrum, og væri vel
reynandi, þar sem vér eigum svo marga sterka
þingmenn, að taka það sama upp hér, auðvitað
bara að gæta þess vandlega, að gefið sé á kjaftinn
á lýðræðislegum grundvelli.
Og þegar við þegjum
þá er svart og hvítt hjá meyjum,
því þá hlustum við með þeim
og þær með oss.
Hnoss.
Tja-hamm, hæ, vængjalaus;
— ekki einusinni svartur svanur,
ég hef oft hugsað um það,
hvort ég geti orðið þessu vanur.
En söngrödd á ég með styr, sem
heyra mátt þú,
og hananú.
Ég hef sungið úr mér drungið,
það veizt þú vel,
íbeint upp undir þitt stél.
Far vel.
Við eigum ekkert inni
hjá söngröddinni,
hvorugur okkar, þú eða ég,
þú og ég.
Því við syngjum handa okkur
sjálfum,
á heilum og hálfum.
Það er okkar líf og heilsa í víðum
geim
um allan heim.
Eru þá svanirnir álftir svartar,
þar sem enginn kvartar?
Við höfum séð þá í dýragörðum,
svo það er víst satt.
Frá Afríku, segja þeir.
Ég veit ekki meir.
Hvítur er andi hins svarta svans,
hann syngur þögn inn í huga manns,
hærra og sterkara en heyrn og mál,
bál og stál.
Sá hljómur er sterkur, sem þolir
þögn,
því hvað er ein vera?
Svolítil ögn,
móts við segulmagnaðan hnatta
hljóm,
k-ljóm, kljóm.
Eg veit það, svanur, kljóm, kljóm,
þú kinkar kolli.
En bíddu — samt kvað —
hver veit — hvað er samhygð?
Mikill skolli.
Ég tek ofan fyrir þér,
hvort sem þú ert hann eða hún
fyrir utan tún.
Fjarlægt, langt í burtu,
eins og regnvatnssturta,
yzt við hafsins yztu brún
er sólarrún.
Jóhannes Svemsson Kjarval.
112