Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 151
u Aðaltekjurnar eru
fyrir ofan og neðan garð,
„ því Framsóknar fávitahælin
H færa oss nógan arð.
£ Dýrgripir dásamlegir
“ dingla aftan í mér,
•“ og þeir eru meira metfé
en margur á þeim sér.
” Ég á með húð og hári
JS hundmörg stjórnarpeð,
* og ekkert hvílir á þeim,
y því enginn tók þau sem veð.
^ Ég nefni’ aðeins Héðin og Hermann,
.2 hrossaketið og Jón,
grásleppuna og Guðbrand,
‘S góða í konsessjón.
U
to
“ Af fasteignum á ég fjölda,
þótt fáar ég minnist á,
en hókus-pókus með Hriflu
w og Hryglu nefna má.
1 Þótt íhaldið eitthvað narti
| í undir-jónasinn,
“ sjálfsagt mun Hermann sýkna
^ siðferðis-hálfbróðurinn.
0 Nú ættuð þið allir að skilja
’ eftir þennan fund:
ég ávaxta betur en aðrir
M þau eilífu Hambrós pund.
Öfuguggi SPEGILSINS.
íslenzku fimmburarnir.
(XIV. 8.)
Fyrir nokkrum árum fæddust vestur í Kanada
fimmburastelpur, sem síðan eru orðnar heims-
frægar. Voru þær fyrst aldar á ríkisins kostnað,
en seinna var farið að þéna peninga á þeim, og nú
eru þær orðnar sjálfseignarstofnun, sem gefur
mörg þúsund dollara af sér á ári að frádregnum
kostnaði, sem þó er ærið mikill.
Hér á landi hefur nú nýlega skeð fimmbura-
fæðing, sem allar horfur eru á, að komist í nokk-
urn samjöfnuð við hina áðurnefndu, en þó eru
fimmburarnir hér allt strákar og ekkert sérlega
líkir, enda blandað kyn, sem að þeim stendur. Enn
sem komið er eru þeir á ríkissjóði, sem von er,
svona litlir, en miklar vonir eru knýttar við alla
forþénustuna, sem af þeim muni hafast, þegar
þeir fara að vaxa upp. Er þegar farið að undir-
búa móttökur túristastraumsins, sem búist er við
hingað til lands í tilefni af þessu, og ýmsar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til að hafa sem mest
upp úr þeim.
Sá sem mestan heiður á af því að hafa komið
þessum efnilega útvexti þjóðfélagsins lifandi í
heiminn, heitir Jónas og er líflæknir fimmbur-
anna. Verður hann aðallega fyrir svörum um all-
an þeirra habítus, eins og kollega hans, sem pass-
ar fimmburana í Kanada, og til hans snúum vér
oss til þess að hafa fregnir af þessum óskabörn-
um þjóðarinnar. Jónas er að ljúka við að þvo sér
hendurnar úr karbólsápu.
— Já, öh, já, það voru drengirnir, já, jú takk,
þeim líður nú eftir öllum vonum, en þetta ætlaði
147