Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 91
Þulu-harmur.
(XII. 11.—12.)
Stari ég einn af ströndinni,
standandi á öndinni,
haldandi’ að mér höndinni,
horfin ertu ljúfan,
dýrasta dúfan!
Kalt er nú í Kvikindisdal,
kvenna horfið dýrast val,
Berserkur henni burtu stal,
er barst hér heim með öldu
úr Svíþjóð enni köldu.
Læsti’ hann í ’ana lymskukló,
læddi’ henni burt á öldujó,
hugar mig svo rænti ró,
og rósinni minni ungu,
rósinni, sem spratt í Kallmannstungu.
Enginn lofar ungan dag
áður en kemur sólarlag, —
raula ég einn minn rammaslag
í rökkurstund viÖ bágan hag,
ég sem ætti að yrkja brag
um útvarps stærsta Ijómann!
Aðrir fleyta rjómann!
Aðrir fleyta ævinlega rjómann!
Af mér slít ég öll mín bönd,
arka suðr’á Vatnsleiðsluströnd.
Nú gerast efnin ærið vönd,
út fór hún mér úr greipum.
Siglum enn þótt sjóði brim á keipum!
Landið óslétt, lundin stirð,
lífsins orka innibyrgð,
hula í lofti, komin kyrrð,
klökkur í hug ég þramma.
Hertoginn af Pramma,
hertoginn úr borginni Brúbonpramma!
Það er nú kall, sem segir 6,
kóngurinn heitir Kristján X.
y + z = 0,
eigi má því leyna.
Flatfiskur selst helzt f Hull!
Sárt er að horfa á meyna!
Svona líka að yfirgefa eyna.
Helzt fá margir hundsbitið að reyna!
Orðinn vitlaus? ha, ha, ha!
Húrra fyrir Mfa-ha!
Hann hefur tekið Juta,
sá kann að brýna kuta!
Úr helvítunum heiftin grimm
hoppar út í geiminn!
Hættu, maður! Heldurðu ég sé feiminn!
Litli Jón í lægðinni
lullaði með hægðinni
allt í fjörðu vestur.
Með ýta sonum er eldur talinn beztur!
En fyrir skömmu átti’ ég tal
við undirkokk úr Kvikindisdal,
skrítinn skrúfunagla.
— Að lesa er ei sama og stagla! —
Sá kvað bráðum blessaðan Jón
byrja mundu í sætum tón
að dásama daginn og veginn,
mikið déskoti varð ég feginn!
í túnjaðrinum baulaði bö
bolakálfur í tjóðri.
Þungur er fíll á fóðri!
Þar mundi vera Þorsteinn 0
að þjálfa sfnar gáfur.
Hví er sá maður ekki heldur háfur?
Liínaöarhœttir einrœöisherranna.
MorgunblaðiS var hérna á dögunum að lýsa
bæði lífsvenjum og lífsvenjubreytingum nokkurra
útlendra einræðisherra, sem blaðið kallaði líka
harðstjóra; en það er laust við oss.
SPEGILLINN vill ekki vera eftirbátur kollega
síns í þessu, en þeim mun þjóðlegri en Morgun-
blaðið, að lýsa einungis lífsvenjum þræl-íslenzkra
einræðisherra.
Hér kemur þá HéSinn:
Hann sefur bæði lítið og illa; borðar enn minna
og étur aldrei smér, en notar olíur í viðbits stað,
enda mesti krangi að holdarfari eins og frændi
87