Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 86

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 86
Um daginn og veginn. (XII. 15.) Það er ekki nema fallega gert að gleðja lesend- ur mína með því að tilkynna þeim, að ég er nú kominn aftur úr sumarfríinu og hef aftur tekið við embætti mínu, og vona ég, að þið, kæru les- endur, hafið í fjarveru minni sannað spakmælið: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“, og fengið nokkurn forsmekk af því, hvernig fara myndi, ef ég hætti algerlega að tala um daginn og veginn fyrir ykkur. Af heimspólitíkinni er það helzt að frétta, að Sigurður Skagfield er nú kominn til landsins eftir alllanga útivist og hefur nú skrúfað niður í sér röddina, svo nú syngur hann ekki annað en bari- ton, sem er lægri en tenorinn, sem hann söng áð- ur. Gæti þetta verið til fyrirmyndar fyrir aðra söngmenn vora og væri vel farið, ef fleiri þeirra vildu lægja í sér rostann. Sumir segja — en það veit ég ekki, hvort ég þori neitt að fullyrða um — að þetta sé endurtekning á ævintýrinu í Grinda- víkinni í hittifyrra, þegar hænan varð að hana. Hvað sem um það er, megum vér vera fegnir, þeg- ar slík ævintýri gerast með þjóð vorri. Hér var fyrir skömmu mikið um dýrðir, þegar ostavikan var haldin. Eins og þið hafið tekið eftir er það að verða meira og meira móðins að halda svona sérstakar vikur, og eru allar horfur á, að þær verði svo margar áður en lýkur, að ekki end- ist árið til að halda þær allar. Með tilliti til þess, að svo verði einhverntíma hvort sem er, sló ég saman ostavikunni og sjálfsafneitunarvikunni, svo að ostamennirnir hafa ekki þénað neitt á mér. Ég veit ekki, hvort fleiri hafa verið svo klókir. Sumar af þessum vikum eru svo gamlar, að þær standa í almanakinu, svo sem dymbilvik- an og sæluvikan, — þó er sú sæluvika fyrir land allt og ekki að rugla saman við sæluvikuna, sem Skagfirðingar hafa fundið upp og brúka fyrir sjálfa sig. íslenzku vikurnar kannast allir við á síðari árum, en eitthvað er strax farið að dofna yfir þeim, og bendir á, að vér séum að sækja aft- ur í danska horfið, og er ekki úr vegi að fara eitt- nvað að æfa sig í því fyrir 1943. Þá er að minnast á eitt nýtt, sem mjög er að komast í tízku, og það er að grafa upp bein fram- liðinna og rutta þeim til með sálmasöng og yfir- lestri. Munu þau Friðrik og Agnes úr Húnaþingi hafa riðið á vaðið með þetta í hittifyrra, en ekki er fyrr búið að drauja þeim til en Miklabæjar- Sólveig hleypur í einhvern spíritista og vill nú óð og uppvæg komast yfir að Glaumbæ, — hefur sennilega haldið, að þar væri eitthvað fírugra en þar sem hún var. Var brugðið við skjótt og Sól- veig flutt, en skæðar tungur segja, að allmjög hafi vantað í hana, og verður nú gaman að vita, hvort hún er ánægð, þrátt fyrir það. Ættu spíri- tistar að koma upp sérstakri flutningaskrifstofu til að annast þessa bisniss, og er ekki að efa, að hún fengi nóg að gera. En hitt verður afdráttar- laust að heimta, að þegar svona flutningar fara fram, þá sé ekki látið við það sitja að flytja eina og eina hnútu, heldur sé draugurinn fluttur sæmi- lega komplet. Þá koma spurningarnar. Ég bað víst lesend- ur mína, áður en ég fór í sumarfríið, að stilla for- vitnina um mesta annatímann, svo að einhver leið yrði að komast yfir að svara því, sem mér berst, en þetta hefur verið eins og að skvetta vatni á gæs, og verð ég að svara einni eða tveimur í dag, því það situr ekki á þeim, sem vitið og þekk- inguna hefur, að spyrna við þeim, sem setjast við fótskör hans, til þess að fá fræðslu. Gamall alþingisframbjóðandi spyr: „Hvað verð- ur um stjórnina?“ Ég svara: Þetta er nú ekki eins mikið vandamál og þú heldur. Auðvitað munum vér Framsóknar- menn ráða hér lögum og lofum, hér eftir sem hingað til; nú er síldin komin og þá hefur Ey- steinn sagt, að sér sé ekkert að vanbúnaði að stjórna fjármálunum dálítið áfram, að minnsta kosti meðan síldarandvirðið er að fara. — Hitt getur kannske valdið einhverjum smærri breyt- ingum á stjórninni, að Jónas hefur nú loksins látið undan og lofað að verða ráðherra, ef vel væri farið að honum, og skúbbum við þá senni- lega Haraldi — hann hefur jú heldur ekkert kjós- endafylgi bak við sig og sinn flokk og mætti vera farinn fyrir löngu. Jónas er annars í siglingu núna, og talaði við mig áður en hann fór og sagði eitthvað á þá leið, að ef til vill yrði talandi við sig, þegar hann kæmi heim; það getur ekki þýtt annað en það, að hann komi múraður aftur, — það er alveg merkilegt, hvað hann hefur mikið traust í úttlandinu, sumir segja það sé af því að þeir haldi, að hann sé ráðherra ennþá, en aðrir af því að menn viti, að hann sé ekki ráðherra. Hvort sem sannara reynist, þá er hann alveg merkileg- ur maður. Næst verður spurningabunkinn tekinn til nán- ari meðferðar. Aðaljón. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.