Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 97
stund verður hönd höggvi fegin, því síðar á því
sama ári réðst Pétur borgmeistari að engelskum
með fámennu liði og sló þá í mannskæðri orrustu
við Lundúnabryggjur og hefndi þannig Eysteins
og annars vansa. Þá fannst gullnáma mikil í
Drápuhlíðarfjalli vestra, og hefur þegar verið
veðsett með miklum hagnaði. Er talið, að náma
þessi gangi næst Kreppulánasjóði að gullmagni
og renna margir til hennar hýru auga. Efnt var
til garðyrkju- og plöntusýningar fyrir öll Norður-
lönd í Kaupenhafn. Voru þar af hálfu íslendinga
kálgresi og kartöflur, þær er ferðafærar voru sök-
um sjúkleika, svo og blóm og bullandi hverir.
Mælti Ragnar Ásgeirsson þar fyrir munn plantn-
anna og talaði undir rós, með þeim árangri, að
erlendir garðyrkjumenn fundu upp kjarnyrðið
„Látið heldur blómin tala“, sem síðan er notað af
garðyrkjumönnum um allan heim. Á miðju sumri
var Barnum lokað þrjár reisur, og urðu þá marg-
ir innbyggjendur hans atvinnulausir, en hinir voru
shanghaiaðir á erlend skip og sendir suður í
Tyrkiríið í stað skipsmanna, er rýmt höfðu hér.
Miklar deilur urðu milli lærðra manna um hita-
veitu Reykjavíkur. Var einn helzti hverfræðing-
ur, Vísi-Gísli, óánægður með uppsprettu þá, er
valin hafði verið af Ihaldinu, og fann henni það
til foráttu, að hún væri of nærri borginni, en
sjálfur hafði hann á hendinni öskurhver einn uppi
í Henglafjöllum, og lét mikið yfir. Urðu um þetta
mannskæðar deilur, en forsjónin batt enda á þær
með því að láta öskurhverinn hverfa af yfirborði
jarðar og eru þeir Gísli nú úr sögunni, fyrst um
sinn. Ferðaskrifstofa ríkisins starfaði enn þetta
ár, á sama grundvelli og áður og með líkum ágóða.
Hefur þó komið til mála, að hún breyti um nafn
og heiti framvegis Notourist. Loðdýrarækt fleygði
fram á árinu og var það nýmæli tekið upp, að
gefa hverjum ref tvær tófur til umráða. Er það
kallað refatríó og notað um land allt. Hefur þetta
orðið til þess, að sveitamenn eru hættir að gera
fyrirspurnir um, hvað útvarpstríóið sé og telja
sig sjálfa hafa komizt að því. Menntun og lær-
dómur stóð með dæmafáum blóma og offylltist
markaðurinn af prófessorum, svo að gengi þeirra
mun nú vera eitthvað svipað og íslenzku krón-
unnar, og fer fallandi. Óskakvöld útvarpsins var
haldið með þeim árangri, að síðan hafa verið al-
mennar óskir um, að útvarpsráð ákveði sjálft dag-
skrárnar, ekki betri en þær eru. Mæðuveiki grass-
eraði sem fyrr, en þó mest utan pestargirðing-
anna, sem reistar höfðu verið með ærnum til-
kostnaði af sárþjáðum ríkissjóði. Virkjun Sogs-
ins var lokið á haustinu og fóru fram mikil há-
tíðahöld í því tilefni fyrir alla aðra en þá, er að
virkjuninni höfðu unnið. Var ýmsum þakkaður
framgangur þessa máls, en þó láðist Alþýðublað-
inu að geta hluta Sigurðar Jónassonar, en hann
hafði þá rýmt Alþýðuflokkinn skömmu áður og
stofnsett bókþrykkirí með Tímamönnum. Flugfé-
lag stofnað á Norðurlandi, en komst ekki á loft.
93