Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 132
MOBGUNBÍAJíla
Hvað $á og heyrði
ffÁrBEBátlarAðiserram*
í uianfðriiini ? (Xm. i7.>
Ég hafði verið að hlusta á útvarpið, eftir því
sem hinar „örlitlu bilanir“ á vélunum leyfðu, og
hafði þegar orðið margs vísari. T. d. voru Japanir
búnir að taka Tjú-tjá rétt einusinni — mér finnst
þeir gera það hérumbil annan hvern dag — og
heyskúffan í Öngulsstaðahreppnum hafði verið
upp fundin, til mikils hagræðis fyrir land og lýð,
og spurning, hvort ekki mætti nota hana við lönd-
un síldar, þar sem vond tæki eru fyrir. Ennfrem-
ur var mikil lofgerðarrolla um þátttöku íslend-
inga í norrænu tónlistarhátíðinni, þar sem þeim
er boðið heiðursplássið á prógramminu, en það er
nú ekki nema skiljanleg kurteisi, úr því þeir voru
enn ekki farnir að láta til sín heyra. Loks kom
fregn um það, svo lítið bar á — eins og með út-
varps-smáletri —, að Eysteinn væri kominn frá
útlöndum. „Hér er þó alltaf einhver auravon fyrir
blessað föðurlandið mitt“, hugsaði ég, því ég veit,
að Eysteinn kemur aldrei tómhentur til baka, eins
•og annars vill við brenna hjá mönnum, sem sigla,
og er gleðilegt að vita um eina aflakló innan um
allar eyðsluklærnar. Lítið svaf ég um nóttina af
tilhugsuninni um væntanlegt intervjú og snemma
var ég á ferðinni í ráðinu daginn eftir, svo snemma
að minnsta kosti, að hinn nýskipaði dyravörður
var ekki búinn að snýta sér, en það gerði hann
þegar er hann hafði hleypt mér inn til ráðherrans,
— og brakaði í ráðinu.
— Sæll, elsku vinur og Samvinnuskólabróðir,
og velkominn yfir strangan Islandsál, sagði ég,
og það reiprennandi, því þessi partur ræðunnar
var undirbúinn. — Segðu mér nú allt af létta um
ferð þína til útlandsins og væntanlegan árangur
hennar, því þó Moggi ljúgi mörgu, segir hann það
þó satt, að þjóðin er gróflega spennt, hvort þú
hafir getað slegið nokkuð.
— Ég fór alls ekki í þeim erindum. Því má ég
ekki fara neitt að gamni mínu ? Þarna er Hermann
búinn að skondra um allt Norðurland með Ingiríði
og Friðriki, og svo þegar það er búið, þýtur hann
suður í lönd með sendiherra dana. Svei mér ef
hann er ekki alveg að fara í danskinn, hann Her-
mann. Nei, sem sagt, ég fór ekki í neinum fjár-
málaerindum, enda býst ég við, að mér þýði ekki
mikið að kalsa slíkt, þegar Magnús og Jón í Band-
inu og Pétur eru búnir að trolla alla peningamark-
aði álfunnar, og láta mig ljúga því á eftir, að ár-
angurs væri von. Enda var það svo — eins og ég
reyndar vissi fyrir — að hvar sem ég kom, var
tafarlaust skotið á svokölluðum Bank holiday, þú
þekkir það frá útlandinu, það eru dagar þegar öll
peningaviðskipti stoppa — ég býst við að við fá-
um einn slíkan bráðum hér . . .
— Kannske æfilangan? spyr ég.
— Það kemur nú dálítið an uppá, hvernig mér
lukkast með nýja fjáraflaplanið mitt.
128