Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 119

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 119
ur nú allt í hendi, því nýlega hefur Haraldar- flokkurinn fengið símskeyti frá Osló, undirritað af tveimur Norðmönnum (svo að hér getur ekki verið um neitt svindl að ræða), þar sem þess er óskað, að Haraldi og hans mönnum gangi vel að sigrast á hinum arga djöfli tvídrægninnar, sem mjög hefur hrjáð flokkinn upp á síðkastið. Er það mikill uppsláttur fyrir oss að fá svona skeyti utan úr þeim stóra heimi, og virðist flokkurinn tals- vert hressari síðan, og er ástæða til að fagna því af alhug. Eitt af síðustu verkum Alþingis var að sam- þykkja ríkisábyrgð fyrir hitaveituláni handa Reykjavík, og er þá væntanlega kveðin niður sú grýla fhaldsins, að stjórnarflokkarnir vilji trampa skóinn niður af höfuðstaðnum. Ber það vott um göfuglyndi og stórmennsku Eysteins, að hann skyldi — eftir allt, sem á undan var farið — með flottum gestus taka sjálfblekung sinn og skrifa upp á pappírinn, rétt eins og hann væri að skrifa upp á víxil fyrir fátækan kjósanda. Hefur Ey- steinn mjög hækkað í áliti mínu við þetta rausnar- bragð, og ætti skilið þökk alþjóðar, ef hún lægi á lausu á annað borð. Hér er að lokum ein spurning frá „Föður sveita- drengs“, sem hann hefur beðið mig að koma á framfæri: — Hvernig stendur á því, að aldrei má fara rétt með lög, sem leikin eru sóló á harmóniku í útvarpinu. Er allur þessi dráttur og sog í böss- unum nauðsynlegur? Mér finnst hann alveg drekkja laginu sjálfu, svo ómögulegt sé að heyra það. Svar: — Því miður er ég nú ekki svo vel að mér í hinni æðri tónlist, og kemur þá loksins einn hlut- ur milli himins og jarðar, sem ég er ekki fúllbe- farinn í. Mér skilst byggðamaðurinn muni eiga við hinn svokallaða tremúlantbassa, sem mjög tíðkast þegar leikið er á nýtízku harmónikur, en er annars uppfundinn af Sog-Kósökkum, sem urðu miðevrópufrægir í fyrra, svo að þetta hlýtur að vera eitthvað gott. Þessar nýtízku harmónikur, sem ég minntist á, eru voða verkfæri, með eim- blæstri og 256 bössum, svo að nærri má geta hvort ekki heyrist skruðningur, þegar leikið er á þær af tilfinningu. Ég sé ekki annað ráð vænna en benda byggðamanninum á að loka bara fyrir útvarps- tækið meðan hann er að venjast þessu, en fullvissa hann hinsvegar um, að vanur maður heyrir bara alls ekki neitt í morðtólum þessum, sem réttnefnd eru verkfæri djöfulsins. Hér er ég auðvitað ekki að sneiða neitt að ríkisútvarpinu sem slíku. Jæja, ég sé að ég er búinn að hafa tvær mínútur yfir. Verið þið blessuð. Aðaljón. Skíðavika Spegilsins (XIII. 9,—11.) Því er nú betur, að íþróttaáhugi hefur farið óð- fluga vaxandi hér á landi síðustu árin, og gildir þetta ekki hvað sízt skíðaíþróttina, því að engin íþrótt, að kórsöng ef til vill undanteknum, getur gefið jafn góð tilefni til skemmtilegra ferðalaga með tilheyrandi torfærum og svaðilförum til að sanna hreysti líkamans, og jafn mergjuðum ferða- sögum á eftir — og jafnvel á undan líka — til að sanna heilbrigði sálarinnar, sem í þessum líkama býr. Enginn má samt halda, að við fjórmenning- arnir höfum farið þessa för til þess eins að kom- ast í blöðin, eins og dæmi eru til — og á ekkert skylt við sannan íþróttaáhuga — heldur var förin farin til þess að gefa unga kynslóðanum, sem nú er að vaxa upp, fordæmið, og sýna honum, hvað hafa má upp úr einu páskafríi, ef vel er á haldið. Kjörorð vort hefur alla tíð verið „stétt með stétt“, og rýrir það ekki gildi þess þó íhaldið þyrfti að stela því fyrir síðustu kosningar, sér til framdráttar. Enda vorum við, hinir fjórir fjöll- umskæðu ferðagarpar, af jafnmörgum stéttum meira og minna ólíkum. Þar má fyrst telja Jón bílstjóra, sem er kunnur að því að lifa og keyra eftir kjörorði Jóns forseta, annar var Sigurjón timburmaður með kjörorðið „ég hef svo margan morgun vaknað“, Guðjón, aftappari, sem setur tappana svo fast í, að það þarf ekki að vera mikil veizla til þess að sjö tappatogarar liggi eftir upp- réttir, og loks ég undirritaður, Aðaljón blaðamað- ur og stórfregnritari fararinnar. Að vísu hlotnuð- ust mér fleiri embætti áður en yfir lauk, en um það á sínum tíma. Fleiri höfðu viljað fara með okkur, þar á meðal atvinnumálaráðherrann, en var stemmdur niður á þeim grundvelli, að annaðhvort skyldi ríkisstjórnin taka beinan þátt í förinni eða engan, og auk þess var ekkert vit í að fara með hann út í hvaða veður sem fyrir gæti komið, ber- hausaðan. Hinsvegar lofuðum við honum hlutlausri skýrslu um ferðina, og það er einmitt hún, sem birtist hér, en sem stendur er líka Platourist að þýða hana á fern tungumál. Stíheilar f jórar vikur af níuviknaföstunni höfðu farið í undirbúning undir ferðina, enda var hann allur eftir því. Höfðum við fengið fernskonar sam- suðu til að bera á skíðin, eftir því sem veður og færð heimtaði, snjógleraugu höfðum við í ýmsum litum, og stækkunargler til að nota við rannsókn snjókristallanna, því að allt er undir því komið, að þeir séu í lagi. Tvo hitamæla höfðum við, og 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.