Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 29

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 29
Sœnska vikan. <xi. u.) Það sannaðist enn í ár, sem Leibnitz (gáfaður heimspekingur, 1646—1716) sagði, að „sjaldan er ein bára stök“. Ekki var kóngur vor fyrr búinn að venda oss óæðri endanum og farinn að kynna sér aflabrögðin á Sauðárkróki en innrás var hafin í landið af frændum vorum frá Svíþjóð hinni köldu, sem áttu — á vikutíma — að kenna oss sænska þótti ýmsum snobbum súrt í broti, sem höfðu ætl- að að láta sjá sig talandi við konung, en þeir kóng- ur og klerkur létu það ekki á sig fá og töluðu um árferði og prísa, eins og ekkert væri. Næst kom nú höfuðskandali ferðarinnar, sem sé Geysir, sem ekki vildi gjósa, en til þess lágu margar ástæður. Sumir sögðu, að hann hefði gos- ið í óleyfi dögum áður, fyrir starfsfólk Alþýðu- blaðsins, aðrir, að hann hefði ekki fengið þá réttu sápu. Mun sá orðrómur vera kominn frá umboðs- mönnum hinnar réttu sápu. Þriðja skýringin var sú, að sápunni hefði verið stolið, sem í hann átti að fara. Oss finnst nokkurnveginn sama, hver skýringin er rétt, en nokkuð er um það, að Geysir sá ekki ástæðu til að gjósa, enda hafði hann gosið vel fýrir pabba kóngsins árið 1907 og lét það duga. Biðu menn lengi dags hundvotir og gátu varla einusinni tekið úr sér hrollinn, sem þó hefði verið full þörf. Þeirra konunglegu hátignir og hágöfgir skunduðu síðan að Laugarvatni og lentu þar í ís- Ienzkunámskeiði fyrir erlenda stúdenta. Kom það sér vel, að kóngur hefur á sínum tíma lokið stúd- entsprófi með lofi. Niðurlagsorð. Vér höfum nú ekki rúm til að rekja lengur ferðalag konungs, en það gekk upp á það ákjósan- legasta. Steinsen borgarstjóri hélt góða ræðu á Akureyri og í veizlum þeim, er konungi voru haldnar nyrðra; bar nú ekkert á glasaleysi, eins og fyrir 10 árum (sjá SPEGILINN, I. árg., 4. tbl.). Er það ósk vor og von, að þeirra konunglegu há- tignir og hágöfgir megi sjá sér fært að gista land vort sem oftast á þessum árum, sem eftir eru til 1943. Snobb SPEGILSINS. * menningu og læra íslenzka. Þessi vika í lífi voru var svo kölluð sænska vikan og má segja, að út- lendum vikum fari hér fjölgandi með ári hverju, og er ekki nema gott fyrir oss að venjast við það, sem erlent er, hvað sem fyrir kann að koma. Mikill og góður undirbúningur hafði verið hafð- ur, til þess að vika þessi mætti öll verða til sóma og ánægju öllum hlutaðeigendum. Hafði gestum vorum verið útveguð vist hjá höfðingjum í höfuð- staðnum, en til þess að ekki skyldi ruglast í þeim maginn og þar með skapferlið, hafði verið útbýtt meðal höfðingjanna fjölrituðum seðli, hvar á var Ietrað það, sem gesturinn þyldi helzt að borða. Er þetta líka gert þegar hitabeltisdýr eru send í dýra- garða í löndum með frábrugðnu loftslagi. Auðvit- að var þess getið til, að hér væri eitthvert íslenzkt fífl að verki, en vér getum glatt þjóð vora með því, að svo mun ekki hafa verið. Því svo er fyrir að þakka, að það er þegar mjög að komast úr móð, meðal siðaðra manna, að „reiða með sér föður- landið“, hvert sem farið er, og ber þetta víst held- ur að skoða sem undantekningu, nú orðið. En vel má vera, að ráðstöfunin hafi verið nauðsynleg, og er þá ekkert við henni að segja. Móttökuathöfnin fór fram í sölum Alþingis og var aðalgrínið ræða Ásgeirs Ex-forsætiss. Mælti hann á góða Lappnesku, og skildum vér allt, sem hann sagði, en það varð ekki sagt um ræðu sænska ræðismannsins, enda hefur hann verið svo lengi í útlöndum fyrir þjóð sína, að það er ekki að marka. Lagði Ásgeir mikið upp úr því, hve fegnir Sví- arnir yrðu, þegar þeir kæmu heim til sín; spáði hann því, að þá myndu þeir segja við sjálfa sig: „Hár ár gudagott att vara“. Þótti ræða Ásgeirs bera vott um hina réttu auðmýkt smáþjóðarinnar. Veizlur voru margar haldnar, og voru vel sótt- ar; ennfremur fyrirlestrar, sem fyrir varúðar sakir voru flestir haldnir í útvarpið, því að þar er ekki eins hægt að hafa eftirlit með áheyrenda- fjöldanum. Farið var til Geysis og gaus hann öllu vatninu, sem honum tókst að halda, þegar kóng- urinn var á ferðinni. Mikill hluti vikunnar fór í söng, því að Svíar höfðu sent söngkór mikinn (þann bezta, sem hér hefur heyrzt, sögðu krítíkusarnir, en meintu það ekki). Var kór þessi alltaf að syngja, og skemmti sér vel. I sambandi við „vikuna“ var einnig málverka- sýning í Austurbæjarskólanum. Ber öllum, sem sáu, saman um, að hún hafi verið allómerkileg, en það er í rauninni vel afsakanlegt, þó menn sendi ekki góð málverk í framandi lönd, því að oftast mun þeim stolið í þeim ferðalögum. Munum vér RAUÐKA — 4 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.