Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 159
daginn sem þið stunguð af, eftir að ég skamm-
aði ykkur fyrir að vera að flækjast með út-
lendum soðdátum. En hinsvegar hef ég það
til afsökunar, að ég varð fyrir svo mörgum
hrellingum um þessar mundir, að það var
ekki við að búast, að skapið væri mikið betra
en það var.
Það er ekki fyrr en nú á elliárunum, að ég
hef fengið réttan skilning á því, hvað þið
gerðuð mér í rauninni mikinn greiða með þvi
að tryppast burtu, því ég hafði sannarlega
nóg að gera með hin krakkagerpin, sem eftir
urðu. Mér hugkvæmdist það héldur ekki þá,
hvað það er miklu fínna að elta útlendinga,
sem auðvitað hafa miklu meira uppá að bjóða
en ég hafði heima í kotinu, og hvað miklu
þeir eru fremri að líkamlegu atgervi, og hvað
mér gæti orðið það mikill sómi að komast í
mágsemdir við Grimsby og Sing-Sing. Og
sízt datt mér í hug, að afstyrmið og kolbítur-
inn hann Leifur sonur minn myndi verða
heimsfrægur maður fyrir kunnáttu sína í
landafræði, því að hér heima var hann aldrei
annað en hálfvitlaus innrimissjóneri og sápu-
kassaprédikari. — Og eins má sosum segja
um ykkur stélputryppin. Ekki hefði mér dott-
ið í hug, að nokkur almennilegur maður hefði
viljað líta við ykkur í alvöru, en þarna hafið
þið samt allar náð ykkur í fína menn: ráð-
gjafa, gangstera og raggpikkara. Og nú eruð
þið komnar heim til þess að sýna okkur kot-
ungunum fínheitin á ykkur — því ekki get ég
sjálf státað á mannamótum með flagg á mag-
anum — og þess vegna erum við að halda
þetta skrall hérna í dag, í þessu hundaveðri,
þar sem ræðumennirnir verða að snúa kjálk-
anum í veðrið, til þess að kjafta ekki eintóm-
um klakapípum.
Það má ekki minna vera en ég sendi á þess-
um hátíðisdegi kveðjur til þeirra, sem hafa
undirhaldið ykkur öll þessi ár, og sendi því
hugskeyti — því að þau kosta sama og fyrir
krónufallið — til allra fóstranna ykkar og
þakka þeim fyrir fóðrið á ykkur, hvort sem
fóstran heitir Grimsby, Húll eða Kolbeinsey,
og vona, að þið farið þangað sem fljótast aft-
ur þegar knallið hérna er búið, sem vonandi
verður bráðlega, því að hér er ekki líft fyrir
bölvuðum kuldanum, og sannast á ykkur hið
fomkveðna: „Það gefur hverjum sem hann
er góður til“. Farið þið svo að hypja ykkur.
Eftir að Fjallkonan hafði lokið máli sínu, sem
vakti geysifögnuð, komu hin númerin, í stryklotu.
Atvinnumálaráðherrann talaði, og Karlakórinn
„Jónas Þorbergsson“ söng við mikinn fögnuð
áheyrenda. Hafði kórinn verið pantaður til að
aðstoða og var það bezta númerið að því leyti, að
hann keypti sig allur inn á skemmtunina og gaf
því með sér í staðinn fyrir að láta borga sér, og
má það heita til fyrirmyndar, því ekki var trakt-
eringunum fyrir að fara, og varð því allur ágóð-
inn af komu kórsins nettóágóði. Mikill áhugi er
fyrir því að halda svona hátíðir tvisvar á ári, og
eftir ánægju viðstaddra að dæma, er það sízt of
mikið.
Nefndin.
155