Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 61
Rótaríið. (xii. i.)
Það er ekki alltaf, að þau uppátæki og til-
stofnanir, sem minnst láta yfir sér, séu þau
ómerkilegustu, og er dæmi nærtækt, þar sem er
sú stofnun, sem hér verður gerð lítillega að um-
ræðuefni. Rótaríið var stofnað hér fyrir hér um
bil tveimur árum, og er deild úr hinu göfuga
alþjóðasambandi Rotary International, sem þýð-
ir eiginlega alþjóða hringsnúningur, og hefur
fyrir merki hund, sem er að elta rófuna á sjálf-
um sér. Oft er félagsskapur þessi nefndur í
sömu andránni og Oddfellowar og Frímúrarar,
en þó er það ekki rétt. Þau félög eru sífellt á
sálnaveiðum, en það forðumst vér sem heitan
eldinn og hleypum ekki inn í félagsskapinn
nema einum manni úr hverri starfsgrein, t. d. er
ekki nema einn póst- og símamálastjóri, einn raf-
magnsstjóri og einn landsbókavörður í félaginu.
Auk þess drekka menn aðallega í hinum félög-
unum, en vér aftur á móti étum einhver ósköp.
Svo erum vér ekki með neitt leynibrugg, eins og
hin félögin, þvert á móti má gjarna skrifa um
oss lofgreinar í blöðin. Höfum vér tekið það
kænskubragð, að hafa engan ritstjóra í félag-
inu, til þess að síður verði sagt, að lofgreinar
þær, er um oss birtast, séu samdar í hinum viku-
legu frúkostum vorum.
Ég man eftir þegar ég var ofurlítill snáði og
fékk kerti á jólunum, að mér þótti það hátíðlegt
þegar öll börnin komu hvert með sitt kerti, og
varð af þessu hin mesta ljósadýrð. Hið sama á
sér stað í Rótaríinu. Þar koma fram um 30
menn, hver úr sinni starfsgrein, hver með sitt
þekkingarkerti, til að upplýsa hina, og hinir
láta svo þekkingarljós sitt skína á móti, og verð-
ur svo úr þessu það, sem kalla mætti intellektú-
ella clearing-verzlun. Þegar t. d. Guðmundur
Hlíðdal (hann var kosinn formaður félagsins og
æðstiprestur — eins og Claessen stendur fyrir
RAUÐKA — 8
57