Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 131
(XIII. 17.)
Si gl uíjaröar-júlíkvœði.
I.
Þoka yfir láði leikur,
lítil sumarblíða,
jörð af kulda hvít.
Fnykur fúll og reykur
fer um bæinn víða,
allt er atað skít.
Inn að landi halda skipin hrönnum,
hímir þar margt af vinnulausum
mönnum.
Verður lítt úr öllum sumarönnum.
Iilur kurr í sumum stjórnar-
grönnum.
Framla eru fleyin knúin,
fengnar næcur beztar,
vönduð útgerð öll.
Beztu tækjum búin,
braka traustar festar,
svalka um síldarvöíl.
Traustir halir ve! á verði standa.
Vandlega kannað jafnt til hafs
og stranda.
Heyra má nú furðulegan fjanda:
Fiskast hvergi nokkur síldar-
branda.
Bragnar í landi liggja,
Iítið er þar að vinna,
horft er oft til hlés.
Halir að sínu hyggja
hofróðunum sinna.
Hótel Siglunes
á kvöldin opnar sína sali alla,
stiginn er þar vangadans um palla,
drengir kenndir hrundum að sér
halla,
hýrleg fljóðin blikka síldarkalla.
II.
Ginnhelg síldin glæðist,
glitrar hreistr á plönum,
þars kverka kvinnurnar.
Margur af önnum mæðist.
Margur Svíi á þönum.
Rexa ragarar.
Þó er hal og fríðri falda-Gefni
fjölræddast um næstu fréttarefni:
Inn að bryggju öldufáki stefni
Ingiríður og Friðrik konungsefni.
Bæjarstjórnin bíður
á bryggjunni til staðar,
þá kemur krónprinsinn.
Þessi flokkur fríður
til fagnaðar sér hraðar
og fremstur fógetinn
óðamála ryður rassbögonum,
reikandi er hugsunin, að vonum,
öfugt saman hnýtir hugmyndonum,
heldur þykir fálm í röksemdonum.
Rís upp rauður lýður,
rásar götu kunna,
drótt í flokkum fer
og þétt í þyrping bíður.
Þormóður og Gunna
Iangbezt sóma sér.
Friðrik Hjartar fyrstan tel ég
manna
flýta sér á vegu höfðingjanna,
skríður fast að hælum hátignanna.
Hrökkur fjarri lýður smælingjanna.
Ollum æðstu mönnum
,,upp á glas“ er boðið,
öll eru föngin fín,
glitra gler í hrönnum
í glæsta kassa troðið
með klára kampavín.
Á hótelinu heyrist nokkur glaumur
höldum frá, sem lífgar kera-
straumur,
það er líkt og dýrðarfagur
draumur.
Djöfullegt, hvað tíminn reynist
naumur!
Hýrt er yfir höldum,
hjalað af vísdóm eigi
léttvæg, léleg orð.
„Yfir Hvítings öldum
er þó gleðinnar fleyi
á hvorugt hallað borð“.
Yfir kerum firða fjörið bálar,
fagurt Bakkus veizlusalinn málar,
Hjartar, jafnvel, heldur brautir
hálar,
hreyfur oft við prinsessuna skálar.
Engir eru hvekktir,
allra fylltir munnar.
Gleðin gengur hér.
Þar eru kommar þekktir,
Þóroddur og Gunnar
næstir nudda sér.
Enn má „líta allar hugmóðsslæður
eina stundu lagðar vera á glæður“,
hjá krónprinsinum kankvísir, sem
bræður,
kommúnistar hefja vinaræður.
A veg er veizlu snúið,
víni hresstir drengir
ganga nú á gnoð.
Fley til ferðar búið,
festa leystir strengir
og hafin að húnum voð.
Krónprinshjónin kveðja holla vini.
Klökkur Vísir hrín úr opnu gini.
— En að lokum lenda, í góðu
skyni,
leifarnar hjá Pétri Bóassyni.
Hirðskáldið.
127