Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 41
heldur eigi að kasta því beint í opið ginið á Ham-
bró, svo SPEGILLINN hætti að nefna hann á
nafn. Satt er það, að vér gerum það ekki með
glöðu geði að vera að nefna hann öðru hvoru, og
þjóðinni er álíka vel við að heyra nafnið eins og
Þingeyingum er vel við, þegar „Kaupfélagið“ er
nefnt; þá ýmist líta þeir undan og fara hjá sér,
eða bölva (þeir hraustustu).
Því er ekki að leyna, að vér hyggjum hið bezta
til farar þeirra félaga. Báðir hafa þeir sýnt sig
áður að vera hinir slyngustu í fjármálum; Stefán
að minnsta kosti fyrir sjálfan sig, sem er strax í
áttina, og Jónas hefur haft tækifæri til að fara
líknarhöndum um ríkiskassann fyrr, þótt ekki
hafi hann verið fjármálaráðherra, og þekkja all-
ir árangurinn af því starfi. Einnig mun hann hafa
selt „Óðin“ á sínum tíma, og sennilega gefið prós-
enturnar sínar í þar til gerðan sjóð, hliðstæðan
Metúsalems-sjóðnum góðkunna, sem nýlega var
verið að lýsa eftir. — Ekki verður þriðji sjóður-
inn grennstur, sem verður stofnaður, þegar Jónas
er kominn heill á húfi með 60 milljónirnar. Leið-
inlegast er, að Stefáns hluti skuli allur þurfa að
fara í Spánar-samskotin, en um það ber ekki að
fárast, ef hann fer til Alþýðublaðsins.
Ef einhver spyr, hvers vegna Stefán hafi verið
valinn til þessarar farar (því að Jónas var sjálf-
sagður, eftir undangenginn erindrekstur við Sví-
ann), þá er því til að svara, að hann er nýbúinn
að skrifa lofgrein um stauning í næsta Þjóðvina-
félags-almanak, og stendur því manna bezt að vígi,
ef það er satt, sem frú Gróa gat einnig um: að
stauning ætti að verða ábekingur á blaðinu, sem
Svíinn á að kaupa af oss. Sé það satt, hafa Svíar
ekki orðið eins hrifnir af sænsku vikunni og þeir
létu, og trúum vér þeim varla til að verða svo hlá-
legir að fara að heimta danska ábyrgðarmenn,
þótt hinsvegar fátt sé fyrir sverjandi á þessum
umbrotatímum. Viljum vér helzt stinga upp á því,
að færa skandínavismann út í æsar og fá einnig
Norðmenn og Finna á þennan Lappa. Yrði það
trygging þess, að ekki yrði stríð á Norðurlöndum,
meðan verið yrði að borga víxilinn upp, og mun-
um vér einhvernveginn reyna að sjá um, að það
verði ekki í nánustu framtíð.
Hér munum vér ekki gera að umræðuefni allt
það, sem gera á, þegar lánið er fengið, því að það
yrði efni í aðra miklu lengri grein. Aðeins viljum
vér hnýta hér aftan í hinum beztu velfarnaðar-
óskum til þeirra félaga, og von um, að fyrirtækið
fari ekki út um þúfur hjá þeim, þ. e. að Svíinn
finni ekki upp á þeim fjanda, í síðasta augna-
bliki, að heimta að fá að sjá Eystein.
37