Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 88

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 88
Aímœli. (XII. 17.) „Fleiri geta haldið tíu ára afmæli en SPEG- ILLINN“, datt oss í hug, er vér lásum það í dags- pressu vorri fyrir nokkru, að Tannlæknafélagið hefði verið að fíra áratugsafmæli sitt. Urðum vér aðallega hissa á, að það skuli ekki vera miklu eldra, því oss finnst það vera búið að kvelja þjóð- ina í heilan mannsaldur og miklu lengur þó, en athugandi er, að framan af voru tannlæknar svo fáir, að þeim þótti það ekki tilvinnandi að ganga í félagsskap, en fyrst þegar samkeppnin tók að gera vart við sig, þótti þeim ábyggilegra að mynda hring, sem er hinn venjulegi ávöxtur hinnar svo- kölluðu frjálsu samkeppni (sjá hér um nánar góða grein um verzlun íslendinga eftir Jónas Þorbergs- son í Nýja Dagblaðinu). Á svona merkidögum sem þessum er margs að minnast, og þegar tannlæknar eru annars vegar, eru minningarnar heldur sársaukablandnar, sem eðlilegt er. Ekki er vafi á því, að þeir hafa gert stórar breytingar á meðferð tanna, aðallega að því leyti, að í gamla daga gerðu læknarnir „kort proces“ við tennurnar og rifu þær úr kjöftum manna með naglbítum eða smiðjutöngum eða hverjum þeim verkfærum, sem hendi voru næst. Höfðu þeir oftast með sér einhvern fílefldan karl- mann til að halda hausnum á sjúklingnum, til þess að hann færi ekki með tönninni, og var það mesta þarfaráðstöfun, því með þessu móti fylgdi tönninni ekki nema kjálkinn, eða þegar vel tókst dálítið brot úr kjálkanum. Fékk sjúklingurinn oft- ast að eiga brotið (sem heldur ekki var nema sanngjarnt), og sýndi það svo kunningjunum við hátíðleg tækifæri. Svona gekk það nú til, þegar bezt lét, en annars var oftast ekkert gert við tönnurnar, heldur voru þær látnar grotna niður, svo að kjaftar manna voru tilsýndar eins og brunahraun, ef mennirnir hlógu, en það gerðu þeir sjaldan, og hefur þess verið getið til, að tennurnar séu aðalorsökin til þess, hve Islendingar eru yfirleitt alvarlegir. En nú er þetta sem sé orðið breytt með fjölg- andi tannlæknum, því að það liggur í augum uppi, að ekki dugði að draga úr allar tennur, ef þeir áttu að geta lifað. Hafa þeir því smámsaman ver- ið að finna upp ný og ný trikk til að láta skemmd- ar tennur endast sem allra lengst. Fyrst og fremst eru nú plomberingarnar, sem gefast misjafnlega, jafnvel þær dýrustu. Vilja plomburnar detta upp úr og ýmist týnast eða eigandinn étur þær og verður þá að fá sér nýjar. Þetta gengur nokkrum sinnum, eða þangað til ekki er hægt að festa fleiri plombur, en þá koma búðartennurnar til sögunn- ar. Eru þær tvennskonar. Fyrst hinar svonefndu stíftennur, og er nafnið hámark ósvífninnar, því að ef til eru linar tennur, þá eru þær það. Eru þær negldar í skoltana, ein og ein, og ef vanda skal til þeirra, er endinn á neðra skolts tönnum hnoðaður að neðan, líkt og þegar hrífa er tinduð, og er það sæmilega traust, nema tönnin gangi í gegn og fari niður úr. Oftast eru margar tennur saman skemmdar, og dugar þá ekki þessi aðferð, heldur eru notaðir gómar, sem eru úr ýmsum efn- um, venjulega úr gúmmíi, sem er gert grjóthart, svo oft hljótast meiðsli af. Gengur stundum illa að venjast þessum gómum, og vilja þeir detta úr, sérstaklega ef fólk verður veikt í bílum og þess- háttar, eins eru mörg dæmi til að slík áhöld hafa tapazt fyrir borð, þegar fólk er sjóveikt, og verð- ur þá gleði mikil hjá tannlæknunum. Svo einfalt sem það annars væri að hafa keðju í gómunum, til að halda í þá þegar svona ber undir, líkt og stormsnúrur, sem notaðar eru á hatta, þá hafa tannlæknarnir af eðlilegum ástæðum jafnan talið öll tormerki á slíkum útbúnaði. Ekki má í þessu sambandi gleyma gulltönnun- um, sem sumir brúka, og þykir kenna prjáls, sér- staklega ef þær eru hafðar mitt í heilum gómi af búðartönnum. Sumir eru svo óheppnir, að hafa ekki gulltönn nema innarlega í munninum, og verða því að brosa á alveg sérstakan hátt, til þess að tönnin sjáist. Lendir munnurinn þá á annarri kinninni, en mikið skal til mikils vinna. Ekki vit- um vér, hvort gulltennur eru skattskyldar, en viljum rétt stinga því að Eysteini, að ekki væri það úr vegi. Það verður ekki fram hjá því komizt að telja tannlæknastéttina meðal hinna þörfustu stétta, enda þótt vinsældir hennar séu kannske ekki eins og hún ætti skilið. Að minnsta kosti hafa tann- læknar það fram yfir flesta aðra lækna, að fólki batnar oft á tröppunum hjá þeim, og fær þannig bata sinn ókeypis í það skiptið. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.