Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 121
»Með leíðslu-
En sklpshðfn Framsóknar er
nægilega listelsk til að kunna
að meta ljúfa tóna fTá báðum
bökkum hinnar djúpu pólitísku
elfu. Þeir þakka fyrir samsöng-
inn, hafa áuga á þar sem hálf-
: og Héðins bera við loft, fylgjá
| meginálnum, þar sem dýpt er.en
leita viðskipta til beggja hliða,
þar sem ekki er hætt við að
straumsveiparnir kasti fleyinu
að óbilgjarni Lorelel klöpp.
semdum, með þeim ágætum, sem þegar er sagt.
Þorðum við nú ekki lengur að hafa Guðjón fram
í, og var ég kjörinn með öllum atkvæðum að hafa
sætaskipti við hann. Fór nú allt vel alla leið upp
í Kjós, þar gistum við at bónda eins og fann ég
upp það snjallræði að segjast vera frændi hans,
og færði fyrir því ýms rök lífsins, en hann var
klénn í ættfræðinni og lét sannfærast af kjaftæð-
inu og sannfæringarkraftinum, og varð árangur-
inn sá, sem ég hafði ætlað, sem sé að við fengum
ókeypis gistingu hjá þessum ágæta byggðamanni.
— Daginn eftir lánaði hann okkur haughest sinn,
sem Svanur heitir (ef hann er lifandi, sem ég
vona að ekki sé) í höfuðið á útvarps-Svan, sem er
allra hesta vinsælastur í Kjósinni. Sjálfur fór
hann með okkur til að taka klárinn til baka, og
skildi ekki við okkur fyrr en við vorum komnir til
náða í tjaldinu, þá mokaði hann að því snjó og
hvarf síðan til byggða. Um kvöldið höfðum við
ýmiskonar gleðskap í tjaldinu meðan nestið var
snætt, en á eftir kveiktum við í pípum okkar og
töluðum um hlutleysismálin og afvopnunarmálin,
og komu fram mörg ný sjónarmið í þessum mál-
um, sem delínkventarnir í Genf hefðu gott af að
kynna sér. Klukkan sjö um morguninn vaknaði
Jón bílstjóri og ræsti mannskapinn. Var þá blind-
bylur, en að öðru leyti bezta veður, og átti nú að
taka til óspilltra málanna við sportið. Voru nú
íþróttatækin leyst upp, en er það var gert, sá ég
að Guðjón hvítnaði í framan. „Er nokkuð að?“
spurði ég. „Ekki annað en það, að ég hef gleymt
smurningstöflunni heima á borði hjá mér“, svar-
aði Guðjón. „Heill Í.S.Í.“, svöruðum við allir í
kór. Þá tók ég til máls og hélt stutta tölu og var
þetta inntakið: „Það hefði víst öllum seinast dott-
ið í hug, að forsjónin gæti notað hann Guðjón
þarna til að bjarga lífi og limum heils vísindaleið-
angurs, en hér er greinilegt, að hún hefur endur-
skoðað álit sitt á téðum Guðjóni og látið hann
bjarga oss með gleymsku sinni. Nú er sá blind-
bylur, sem við getum — svona í okkar hóp, þó við
segjum það ekki við blöðin — viðurkennt, að ekki
sé okkar meðfæri, og yrðum við allir dauðir í
kvöld, ef Guðjón hefði ekki verið svo hugulsamur
að gleyma töflunni. Munum vér nú setjast um
kyrrt, þangað til hjálparleiðangur verður gerður
út til að bjarga okkur, og láta sem við höfum
aldrei ætlað á skíði“. Eitthvað á þessa leið mælti
ég, og bar öllum saman um, að ég hefði talað af
mikilli andagift. Er nú skemmst frá því að segja,
að við settumst um kyrrt og fengum okkur vel í
kjaftinn af þrumaranum og piðursuðunni. Eftir
þrjá daga — þar af tveggja daga sult — kom
leiðangurinn, með hitabrúsa og allskonar hjúkr-
unartæki, og flutti okkur til höfuðstaðarins. Var
mér af stjórn Í.S.Í. falið að skrásetja ferðasöguna
(sem þetta er útdráttur úr), og verður hún prent-
uð í næstu útgáfu af „Hjálp í viðlögum“.
Aðaljón.
117