Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 156
Ættum vér marga...
(XIV. 10.)
Tíminn, samherji vor, birtir fyrir skömmu dálk-
stúf um Árna Eylands, og ekki lengri»en hann er
(stúfurinn), er hann eiginlega á við heila graf-
skrift, hvað það snertir að þyrla upp kostum Árna,
en fjarri sé það oss að ætla, að nokkuð sé þar of-
mælf, eins og stundum í grafskriftunum, enda
stendur hvergi „er nú mikill harmur kveðinn", og
heldur ekki byrjar nein málsgreinin: „Árni minn
. . .“, með eftirfarandi stefnumóti á eilífðarland-
inu. En að öðru leyti er greinin þannig, að hún
gæti tæplega átt við lifandi menn. Var samt gott
að fá hana upp á réttmætt mat á Árna, sem vér
annars hefðum sennilega aldrei fengið, og þannig
misskilið hann til æviloka SPEGILSINS. Þarna
hefur Árni keypt inn einhverja dómadags glás af
verkfærum og tólum handa bændum, „og hefur til
þess mikla hugkvæmni. Er þýðing hans fyrir land-
búnaðinn mikil og varanleg“. Þetta með varanleg-
heitin á þó ekki við verkfærin hjá bændunum, ef
hirðusemin með þau er eitthvað sjálfri sér lík. Nú,
nú. Næst er það, að forgöngumenn bænda „leggi
mikla stund á“ að Árni taki að sér ritstjórn bún-
aðarblaðs síns. Hér mun átt við Frey kollega, og
það er þetta atriði, sem fékk oss til að grípa penna
vorn. Segir þarna, að Árni sé vel ritfær maður og
hafi mikla þekkingu og áhuga á búnaði. Þetta
kann alltsaman að vera satt, en er hér ekki opin-
berlega verið að grafa undan Metúsalem? Hann
hefur þó gert Frey að einu skemmtilegasta blaði
landsins, og hefði getað gert hann enn skemmti-
legri með því að leiðrétta ekki greinar þingmanns
vors, en þar hefur hann innt af hendi sama hlut-
verk og Jón Þórðarson fyrir vorn Jónas. Ef það
er alvara að ætla að fara að skerða hóp íslenzkra
blaðamanna sem svarar Medda, er oss að mæta.
Hefur hann jafnan sýnt blaði voru samúð og
skilning og á sama hátt höfum vér sýnt hans blaði
leitt verið exporteraðir. í grænlandi er aftur á
móti af nógu að taka og stafar Vatnajökull og
aðrir jöklar Islands vafalaust þaðan.
NIÐURLAG.
Hér hafa þá lesendur blaðsins meginrök mín í
sem stytztu máli. Auðvitað væri mér innanhandar
að halda svona áfram í allan dag, en vil ekki
þreyta lesendur mína. Leiðinlegast er, ef danir
eru þegar farnir að leggja í kostnað til að virkja
kenningar Barða.
Leyndarskjalavörður SPEGILSINS.
Vökumanna-
hreyíingin. (XIV. 11.)
Það er gott til þess að vita, að þegar almennileg
blöð eru alveg að sálast úr eintómu samlyndi og
sátt með þjóðinni, og jafnvel Lögbirtingur kemur
ekki nema hálfur að jafnaði, skuli einstöku menn
verða til þess að halda málinu vakandi. I síðasta
blaði Tímans komu tvær ádeilugreinar á Jónas
gamla, og svo langar, að fyrst og fremst fékk
Jónas ekki rúm til að svara þeim, og í öðru lagi
varð að prenta allar dánarminningar í sérstökum
hálf-Tíma, sem var látinn fylgja blaðinu. Þó er
þess getið, að Jónas muni svara í næsta blaði og
megum vér vel trúa því, og verður það svar vænt-
anlega komið, þegar þetta er lesið. En um hvað er
svo deilt? mun einhver spyrja. Það er ekki vel
klárt, og ekki alveg víst, að hlutaðeigendur viti
það sjálfir. Þó skilst manni, að það sé hin nýupp-
staðna Vökumannahreyfing, en andstæðingar
hennar halda því fram, að hún sé ekki til, og
fylgjendur hennar hafa ekki heldur sannað, að
hún sé til. Ungmennafélagarnir gömlu eru eitt-
hvað argir út í þetta kögglabrölt Jónasar, sérstak-
lega með tilliti til þess, að hann virðist hafa kapr-
að menn eins og Pétur Ottesen, Jón á Akri og
Magnús Jórsalafara inn í hreyfinguna, en það lík-
ar ekki mönnum eins og Aðalsteini Sigmundssyni,
sem nú er aðalmaður ungmennafélaganna síðan
alla samúð og svo þann skilning, sem vér höfum
yfir að ráða, og er ekki Medda að kenna þó hann
hafi stundum orðið heldur skammdrægur.
Enda þótt vér höfum nú í rauninni lokið erindi
því, er vér áttum með þessu greinarkorni, þá er
bezt að lofa því að skrölta með, að búnaðarþingið
samþykkti í vetur að senda Árna á heimssýning-
una í Nefjork, og finnst oss þar Vilhjálmi Þór
gerð skömm til, ef ekki er nóg að sýna Ameríku-
mönnum hann einan. Loks er því bætt við, að Árni
fari vestur í sláttarbyrjun. Það er nú dálítið
óákveðið, þar eð sláttur vor hefur hvorki upphaf
né endi.
Vér spyrjum enn: Hvað er meint með þessu
gumi um manninn, svona allt í einu? Á að gera
hann að prófessor eða fálkariddara? Ef ekki væri
búið að lofa Jónasi forsetatigninni 1943, skyldum
vér halda, að Árni hefði verið útséður í þá stöðu,
og hefði í því sambandi verið svo forsjáll að taka
sér nafnið Evlands á sínum tíma.
152