Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 125

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 125
geymunum renni lækur niður eftir hlíðinni, en með því að hann verður volgur, er hér hið ákjós- anlegasta tækifæri til að auðga dýralíf vort með ýmsum fiskum, sem ekki spretta nema í heitu höfunum, svo sem flugfiskum og risa-októpusum. Uppi í hlíðinni á að verða dalakofi með sauðaþjófi í, sem stelur kindum niðri á láglendinu og sker þær í trássi við kjötsölulögin, en það gerir ekkert til, því þetta heyrir undir reksturskostnað garðs- ins. Verður sauðaþjófurinn auðvitað í fjúkúlpu með Mývatnshettu og varreku í hendi, og brennd- ur og markaður. Neðar í brekkunni verður reisu- legur bóndabær í bustastíl og hriplekur; þar er meiningin að hafa heiðursbústað fyrir einhvern, sem hefur gert sig sekan í fyrirtaks framförum í búnaði, og er meiningin, að Kreppulánasjóður standi straum af rekstrinum, því það gerir hann jú- hvort sem er. Á þessum bæ verður fergins- tjörnin, sem prófessorinn minnist á og ómissandi má telja, því beljur eru vitlausar í fergin, enda þó það sé meira til fylli en næringar, en tjömina má jafnframt nota til sundiðkana og fyrir drekk- ingarhyl (sjá síðar). Þessu stórbýli yrði að fylgja hjáleiga, til þess að stórbóndinn gæti kúgað hjá- leigubóndann dálítið, eins og siður var til forna, og er rétt að Bændaflokkurinn leggi til hjáleigu- bóndann, en Framsóknarflokkurinn kúgarann. Auðvitað verða á þessum bæjum til staðar öll þau landbúnaðarverkfæri og amboð, sem tíðkazt hafa hér á landi aftan úr grárri forneskju og allt til vorra daga, svo sem eikarljáir, birkibrýni, horn- ístöð, mykjukláfar, stórgripsherðablöð, hærupok- ar, ólarreipi, halasnældur, vökustaurar, teprur, trékoppar, sláttuvélar og traktorar. Ekki má held- ur horaða sveitarómaga vanta í landslagið, og verða þeir auðvitað valdir úr flokki stjórnarand- stæðinga og slegnir af eftir þörfum. öll íslenzk húsdýr verða þarna að vera, allt frá hrossum og kúm niður í flær og lýs. Kirkja verður vitanlega á stórbýlinu, og er þá samtímis að nokkru leyti leyst kirkjuspursmálið fyrir úthverfi höfuðborgarinn- ar. Myndi það kosta að semja erindisbréf, sem einhver sæmilegur klerkur gæti gengið að, því auð- vitað verður að vera þarna prestur til að jarða smábóndann, þegar stórbóndinn er búinn að murka úr honum líftóruna, eða sveitarliminn, ef hann hrekkur upp af í hörðum vetri, og væri þá ekki úr vegi, að geta þeirrar ágætu aðhlynningar, sem hinn látni hefði átt að mæta í lifanda lífi. Svo gæti klerkur líka messað þegar túristaskip koma. En það er fleira en sjálf menningarsagan, sem taka verður til greina, því fleiri tegundir sögu eru til en hún. Líklega yrði of kostnaðarsamt að sýna alla jarðfræðisögu landsins, enda er það hvort um sig, að menn eru ekki klárir yfir henni, sbr. öll lætin með Vatnajökul og gleiddina á Þingeyjar- sýslu, sem jarðfræðingar Hitlers eru að rannsaka. Vér verðum því líklega að sleppa þeim tíma, þegar landið var enn í sjó og Jónas var ammonshorn, en byrja með fundi landsins, er þeir Naddoddur & Co. villtust hingað. Ættu þeir Naddoddur og Hrafna-Flóki að vera einhversstaðar útstoppaðir, hvor um sig með skilti á brjóstinu, hvar á er letr- að: ,,Ég fann ísland“. Með Garðar Svavarsson er minni vandi, þar sem hann hefur einmitt nýlega fengið brauðið, sem þjóðgarðurinn verður í. Svo kemur auðvitað heil sería með Ingólfi, Hallveigu, Hjörleifi og þrælunum, og mætti spara efni og pláss með því að láta Ingólf vera búinn að jarða Hjörleif og þrælana, og styðjast fram á skófluna, en Hallveig stendur hjá með prjónana sína og syngur yfir þeim. En eftir að Ingólfur er setztur hér að og farinn að græða á búskapnum, fjölgar fólkinu svo mjög, að ógerningur verður að sýna það allt, enda mundu aldrei fást nógir hamir til að stoppa út. Verður því að stikla á því stærsta. Til dæmis gæti lögfræðingafélagið aurað saman í styttu af Úlfljóti, og gæti hann verið með Laga- safnið, sem Menningarsjóður græddi mest á, í hendinni. Hvort þeir myndu kæra sig nokkuð um Þorkel mána, sem var góður maður, skal ósagt látið, en Njáll, sá gamli refur, yrði einhversstaðar að vera og yrði billegur, þar sem engin ull færi í skeggið á honum, en aftur á móti sennilega heilt reifi í Hrafna-Flóka. (Gæti ekki nafnið annars bent til þess, að fuglar hafi í þá daga verið með ull í fiðurs stað. Þessu er beint til Vísindafélags Islendinga, til frekari athugunar.) Á hátíðum og tyllidögum mætti í þjóðgarðinum sýna ýmsa viðburði sögunnar. Væri t. d. vel við eigandi að sýna öðru hvoru Njálsbrennu og Flugu- mýrarbrennu, en til þess mætti flytja gömul hús út úr bænum og brenna þau. Nú eru horfur á, að bærinn taki sjálfur að sér brunatryggingar, og eru það mikil meðmæli með þessu plani, að Albin- gia skuli ekki þurfa að tapa á því. Yfirleitt gætu skemmtanir þessar orðið afar-fjölbreyttar, og væri meðal annars sjálfsagt að flytja fánadaginn í garðinn frá Álafossi og láta Sigurjón sýna Njálu- tablóið með rassgarnarenda merarinnar og öllu saman. Þess á milli gæti hann verið útstoppaður sem Skarphéðinn, eða öllu heldur ætti að frysta hann, og yfirleitt gæti verið stórmikið gagn að því í sambandi við þennan garð að nota aðferð- ina, sem vér bentum einusinni á hér í blaðinu, að RAUÐKA — 16 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.