Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 128

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 128
Vínlandsíerðir. <xm. is.) Undanfarið má svo heita, að allt andlegt líf þjóðar vorrar hafi verið sótt til útlanda, aðallega vestur um haf, hvort sem það nú er tilviljun eða þá að kreppan sé farin að gera svona alvarlega vart við sig hjá oss, einnig á andlega sviðinu. Vér höfum boðið Guttormi skáldi heim, og Ásmundur hefur komið sjálfur, eins og hann var vanur, og loks hefur prófessor Halldór Hermannsson und- anfarið verið að halda fyrirlestra um Vínlands- farir og landaleit, og er ekki trútt um að sjálf stjórnin sé með þessu að skjöna sína eigin gæð- inga, Guðbrand og Blöndal. Lengi hefur allmikill vafi á því leikið, hvar Vínland hið góða væri í raun og veru, en vér höfum bara látið oss það litlu skipta, meðan nóg var kritin annarsstaðar og allt lék í lyndi hjá Áfengisverzluninni, svo hún gat með hægu móti innt af hendi hlutverk sitt sem bjargvættur þjóðarinnar og Eysteins. En nú virð- ist svo sem eitthvað sé orðið þröngt fyrir dyrum hjá Guðbrandi, ekki síður en hjá Tóbakinu, og hvað haldið þið að Eysteinn geri? Hann hefur engar sveiflur á því, heldur forskrifar hann há- lærðan prófessor vestan úr Ameríku, til þess að fá úr því skorið, hvar Vínland hið góða sé, svo vér þurfum ekki að vera upp á aðra komnir í framtíð- inni með helztu neyzluvöru þjóðarinnar. Margir hafa skrifað um Vínland áður, og mis- jafnlega vísindalega, en nokkuð er um það, að öll þessi Vínlönd, sem menn hafa þótzt finna, hafa verið meir eða minna „dry country", því þó þar hafi verið bruggaður einhver landi, þá getur land- ið aldrei orðið Vínland hið góða, ef landinn er vondur, og það hefur hann alltaf verið vestanhafs. í fyrirlestrum sínum mun prófessor Halldór hafa komizt að ákveðinni niðurstöðu um það, hvar Vín- land hið góða sé, en hinsvegar þarf enginn að halda, að Eysteinn sé svo blár, að láta hann segja rétt frá því hér, því það yrði bara til þess að ein- staklingsframtakið tæki sig til og gerði út skip þangað eftir sprútti, sem svo yrði smyglað inn í landið, til einskis ágóða fyrir ríkissjóð. Nei, ekki aldeilis. Meiningin mun vera að láta nú í snatri smíða nýja skipið hans Pálma, og láta það fara sína fyrstu ferð til Vínlands hins góða með Guð- brand og valið lið, til að byrgja upp hina að- þrengdu Áfengisverzlun vora. Verður þá gaman að sjá framan í þá, sem hingað til hafa selt oss áfengi upp á krít, þegar þeir fara að hóta Brandi að stoppa alla aðflutninga til hans. Nei, Brandur þarf ekki að vera bánginn! Garðyikjusýningin. (XIII. 18.) Það má víst ekki minna vera en vér gerum hinni nýafstöðnu garðyrkjusýningu nokkur skil, til þess að vera ekki minni en hin blöðin, sem hafa hrósað henni, hvert um annað þvert. Þó finnst oss þau yfirleitt hafa tekið skakka pólíhæðina, ekki síður en þeir sjálfir, sem fyrir sýningunni stóðu. Oss finnst garðyrkjusýningar eiga að vera til þess fallnar að gefa mönnum bendingar um eitthvað, sem garðyrkju viðvíkur, svo eitthvað sé af þeim að læra, en öllu slíku var þessi sýning saklaus af. Sem og við var að búast, því að auðvitað var hún ekki annað en sölusýning eigendanna, aðeins með þeim mismun, að hún var ofurlítið stærri en gluggasýningar plaga að vera, og svo var seldur aðgangur að henni, sem annars er ekki vani að gera að sölusýningum. Eina vísindalega atriðið á sýningunni var sérstök deild af skemmdum jurt- um, sem reyndar var óþarfi, því með því einu að láta alla sýninguna standa degi lengur hefði hún í heild sinni getað þénað til sama og þessi deild. Loks vantaði þarna veigamikinn lið í garðyrkju vorri, sem sé garðaþjófana. Geta forráðamenn sýningarinnar alls ekki afsakað sig með því, að þeir hafi ekki verið fyrir hendi, því einmitt um þetta leyti voru tveir nappaðir — í fyrsta sinn í manna minnum. Er auðvitað trúlegt, að úr því svona fór fyrir þeim, hafi þeir verið of heimskir til að vera sýningarhæfir. En spursmál, hvort fleiri hefðu þá ekki átt að draga sig til baka af sömu ástæðu. Fyrirspurn. (XIII. 13.) Getur SPEGILLINN ekki sent mann austur á Hólsfjöll, sem svo getur skrifað góða grein um hinar geysimiklu kjötreykingar, er þar hljóta að fara fram, ef nokkuð er að marka það, sem haldið er fram, að allir Reykvíkingar éti Hólsfjalla- hangiket um allar hátíðir og oft endranær. Mér telst svo til, að ef allir Reykvíkingar smakka þetta ágæta ket, þó ekki væri nema einu sinni á ári, þá hljóti þessir fáu bæir, sem á Hólsfjöllum eru, ekki að geta annað en reykja ket allt árið. SVAR: Vér höfum litið grandgæfilega í Bæjatal póst- stjórnarinnar (sem að vísu er afskaplega vitlaust 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.