Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 44

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Blaðsíða 44
Fyrir Húnum var foringi sá, er Attila (= Hitler) hét; er sagt, að ekki hafi gras vaxið þar, sem hann hafði riðið um, og hafa þar því síðar verið stofnuð nýbýli. Óþjóðalýður þessi át börn og hross, en það tvennt var lagt að líku í þá daga. Sagan finnur oft upp á því að endurtaka sig. Þannig var hér á landi, og innan um nútíma sauð- menningu vora er risinn upp samskonar flokkur og sá, sem forðum fór um álfuna, eins og logi yfir akur. Nokkuð var þó flokkur þessi öðruvísi í ein- stöku atriðum, t. d. át hann ekki hross, en til þess lágu knýjandi ástæður, sem sé, að þar höfðu aðrir komið á undan honum, og ber því alls ekki að leggja honum þetta út sem dyggð. Aftur á móti var flokkurinn gráðugur í pappír, og það var þessi eiginleiki, sem telja má, að komið hafi af stað við- burðum þeim, er allt þetta mál snýst um. Byrjuðu þeir á því, sem á erlendu máli er kallað klóset- pappír, og sannaðist brátt, að „á mjóum þvengj- um læra hundarnir að stela“. Og nú komum vér eiginlega fyrst að efninu. Bókin. Hagalín hefur gefið óheppilegt fordæmi með því að þrykkja endurminningar Sæmundar Sæ- mundssonar, þótt Sæmundur sé merkilegur, þegar hann sjálfur segir frá. Ekki svo mjög það, að oss muni um eitt skrumritið meir eða minna, heldur verður það að skoðast með tilliti til viðburðanna, sem á eftir komu. Nazistar vorir, afkomendur hinna fornu Húna, eru tízkumenn miklir, og þurfti því ekki annað en að þessi minningabók Sæmund- ar gerði svona lukku; þá þurftu þeir að koma á eftir, og hvað halda menn hafi orðið fyrir valinu, nema sjálf endurminningabók Eysteins ráðherra. Sálfræðilega er þetta ósköp einfalt; þeir hugsa sem svo: Ef einn hákallaformaður gerir svona lukku á prenti, því þá ekki ráðherra, því meira er þó að vaxa upp í ráðherradórri heldur en hákalla- formennsku, upp úr aumingjaskap og kirtlaveiki. „Gedacht — getan“, eins og Hitler segir. Fram- kvæmdum þessa óhappaverks var ekki frestað. Einn nazistanna hafði dregið bókina á tombólu (að því er hann hefur sveijað sér upp á fyrir rétti), og þegar þeir höfðu þannig handritið ókeypis (eða nánar tiltekið fyrir 50 aura), var ekki vafi á, að þarna gæti verið um arðvænlega útgáfu að ræða. Eru dæmin líka til þess, að end- urminningar merkra manna, eins og Trotskis, eru dýrar bækur. Blaðið. Rithöfundar vorra tíma hafa mest upp úr bók- um sínum, ef þær koma fyrst sem neðanmálssög- ur í blöðum, og þetta sáu nazistarnir og hugðust því að prenta bókina fyrst í stykkjum, þar sem hvert stykki endar á því, sem mest er spennandi, eins og í Þúsund og einni nótt. Þetta stykki, sem prentað var, endar á þessum orðum: „ . . . en með neyðarráðstöfunum, svo sem takmörkunum á notkun hveitis, sykurs o. s. frv.“. Afleiðingarnar. Nazistarnir geta hrósað happi, eða hitt þó held- ur, að þessar uppprentanir þeirra verkuðu sam- dægurs. Sérstaklega munu bakarar vorir hafa séð sér leik á borði, þegar þeir lásu þessi síðustu orð, því að samdægurs kom auglýsing um verðhækkun á öllum brauðmat. Hafa snúðar hækkað um 2 aura og annað eftir því. Getur þetta haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir land og lýð. Þess má geta, að í þetta sinn hefur Alþýðubrauðgerðinni ekki tekizt að vera lægri en Bakarameistarafélagið, og bendir það til þess, að nauðsynin sé knýjandi, sbr. og olíuverðið. Á víð og dreif. Enn er ekki orðið uppvíst með hverjum hætti óaldarmenn vorir hafa náð í höfuðbók íslenzka ríkisins. Sumir — og þar á meðal Eysteinn sjálf- ur — halda helzt, að föt ráðherrans hafi farið í pressun, með bókina í vasanum. Liggur næst að halda, að þau hafi lent í Fatapressun Reykjavík- ur, því að þaðan er skemmst til nazistanna, en þá hafa þau verið send þangað í misgripum. Vel má vera, að nazistarnir segi satt, að þeir hafi dregið bókina á tombólu, enda þótt það minni nokkuð á hinar mörgu sagnir um hring úr fiskjar kviði. Einnig geta þeir vel hafa fengið hana senda í pósti, en þetta tvennt eru helztu upplýsingar, sem komið hafa fram í rannsókninni. Þessa óaldar- flokka vantar svo sem ekki klókindin, til að hylja skálkastrik sín, og er illa farið, að réttvísin skuli ekki geta komið með krók á móti bragði. Heyrt höfum vér, að Daníel sé á þönum á þeim skjótta að leita að bókinni, og er því óvíst, að við- tal við hann geti komið í þessu blaði. Einn fyrrverandi Framsóknarmaður hefur varpað fram þeirri tilgátu, að Eysteinn hafi sjálf- ur sent nazistunum bókina og svo lögregluna á eftir. Ekki viljum vér trúa slíkri slægvizku. Byrgið brunninn! Enda þótt barnið sé dottið í brunninn, finnst oss samt ekki úr vegi að byrgja hann, því að fleiri eru börn til. Viljum vér gera það að tillögu vorri, 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.