Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 93

Rauðka : úrval úr Speglinum - 01.06.1944, Side 93
(XII. 21.) Klukkan 5-kaííi. t Einn rigningardagsmorguninn í ágúst í sumar, þegar ég kom heim í miðdagsmatinn, segir konan mín — sem er dönsk — að við séum boðin út í 5-kaffi sama dag, og spyr hvort ég geti komið. Kvað ég já við. Tíu mínútum yfir 5 mættum við í húsi kunningja okkar, en hann var þá ekki heima, svo ég komst í það að vera eini karlmað- urinn innan um sjö giftar konur. Nú heilsast all- ir og nauðsynlegar kynningar fara fram. Þegar um hægðist, fóru tvær og tvær að færa sig saman og byrjuðu að hvísla og var auðséð að hverjar tvær skemmtu sér vel, en konan mín skilur ekki enn svo vel íslenzku, að hún geti fylgzt með. Sát- um við því tvö út af fyrir okkur. Eitthvað spenn- andi var á seiði hjá konunum, því að upphrópanir voru tíðar, svo sem: „Þetta grunaði mig“. — „Þú segir það ekki!“ — „Ég get svarið, að saumakon- an sagði það“. — „Sér er nú hver uppskafningur- inn“, o. s. frv. Nú kom kaffið inn og með því allskonar kökur, kleinur og 8-króna terta, og frúin bað okkur að gera svo vel. Fyrst var tveggja mínútna stein- hljóð, eins og gert er, þegar þjóðhöfðingjar eru jarðaðir, en það var meðan verið var að bragða á góðgerðunum. Þá rýfur ein konan þögnina og segir: „Nú ætlar Jósías Sylveríusson að fara að kaupa sér bíl til að sýna frúna á Þingvöllum og Laugarvatni í dragtinni, sem hún fékk í vikunni — það er sú önnur í röðinni síðan í vor og svo tveir hattar, græn alpahúfa og ferðahattur“. Önn- ur spyr: „Er Jósías ríkur?“ Fyrsta: „Fuss og fjandinn fjarri mér, hann er skuldunum vafinn eins og skrattinn skömmunum, þó hann sé alltaf að reyna að sýnast. Hann skuldar stórsummur bæði á bílstöðvum og hjá Andrési klæðskera, að ég nú ekki tali um reikningana í Haraldarbúð, bæði fyrir tvo dýra náttkjóla og silkisokka, og svo hækkaði nú upphæðin í vor, þegar þau fluttu í nýju funkishöllina, með þessum líka litlu glugg- um og allar gardínurnar voru teknar hjá Haraldi og þær ekki af ódýrasta taginu. Frúin hefur nú, eins og við allar vitum, verið í danmörku í vor og meðal annars var hún á megrunarkúr, en rétt fyrir flutningana . . . ja, nú skuluð þið heyra — ha, ha — gengur pían úr vistinni, og hún stendur í mestu vandræðum, en stúlkan hljóp burt vegna þess — ha, ha — að frúin hafði draslað hálmmadressu inn á svefnherbergisgólfið, og lá ber á henni og nuddaði sig til að safna ekki spiki, en svo komst hún ekki að bakinu og bað stúlkuna að nudda sig þar og fór að kenna henni nudd. Aumingja stúlkan gerði eins og henni var sagt í 3—4 daga, en svo kom fimmtudagur og þann dag átti stúlkan frí frá 2. Nú vildi frúin láta hana nudda sig þenrian dag líka, en þá sagði sú stutta nei! Frúin bauð henni krónu um tímann, en þeg- ar hún neitaði, varð rifrildi út úr öllu saman, svo sú litla pakkaði og fór . . . ég skal segja ykkur . . . hún er að dingla við bílstjóra og þetta var þeirra dagur“. Ein í hópnum: „Var Sylveríussen heima á þessum tíma?“ Fyrsta: „Hann Jósías!? Nei, hann hefur nú annað að gera, eða hafið þið ekki heyrt um kontórdömuna hans, sem hann réði á skrifstofuna til að hanga þar allan daginn, og ekki svo mikið sem að þar sé ritvél“. „Er Sylverí- ussen ekki reglumaður?“ Sú fyrsta: „Ja, aldrei kem ég svo inn á Borgina, að hann sitji þar ekki með portvínsglas, en hann kannske getur nú ver- ið reglumaður fyrir því“. Nú þakka allar fyrir góðgerðirnar, og frúin segir við ræðukonuna: „Það er nú eins og vant er, þar sem þér komið, þar er gleðin og fræðslan“. Nú er farið að hypja sig og kveðja. Þegar við erum að kveðja, segir húsmóðirin við þá, sem orð- ið hafði haft: „Þekkið þér nokkuð hana frú Syl- veríussen?“ „Já“, svarar hin, „ég kem þangað stundum og drekk hjá henni réttan sopa, og eins hún hjá mér, en daginn eftir að stúlkan fór úr vistinni, mæti ég henni (stúlkunni) á götu og býð henni heim með mér upp á kaffi og pönnukökur, sem ég var nýbúin að baka sjálf. Við röbbuðum um hitt og þetta, og þá fékk ég að vita allt um nuddið og madressuna og hitt . . . líklega lætur Jósías kontórdömuna sigla, þér skiljið, hvað það þýðir, og má víst ekki tæpara standa . . . en mað- ur verður að vera orðvar innan um margt fólk, og enginn getur sagt það um mig, að ég fari með slúðursögur — það veit sá eini — en mér hefur alltaf komið betur að vita það rétta og það má komast að því með lagi, og það kemur sér oft vel að vita hvað skeður, eins og blessunin hún frú Brjálan segir með réttu. Þegar kontórdaman fer að sýna á sér fararsnið, þá finn ég yður. Ég skal fylgjast með. Mikið inndæli er tertan yðar. Verið þér nú blessaðar og sælar . . . þér komið bráðum". (Allir fara.) Skammkell. RAUÐKA — 12 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Rauðka : úrval úr Speglinum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauðka : úrval úr Speglinum
https://timarit.is/publication/1625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.