Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2020, Síða 124

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2020, Síða 124
JARPUR, BlAkkUR, SkJóNI, STJARNA OG HJÁlmA 123 mennina sem eigna sér hana. Persónulýsingar eru yfirborðslegar eða tengd- ar þjónustuhlutverki hennar sem reiðskjóta og þegar bændurnir ræða kaupin sín á milli er Stjarna hlutgerð eins og hver önnur söluvara. Sérstaka athygli vekur hversu fljótt þeir afgreiða að hún hafi eignast folald, en það ber aðeins á góma til að útskýra hvers vegna hún sé grennsluleg að sjá: „Þetta er fyl- suga,“ útskýrir sölumaðurinn, „hún kastaði um sumarmálin; það var vanið undir aðra hrissu þegar ég loksins náði að festa kaup á henni.“42 Folaldið sem mun reynast þungamiðja sögunnar í síðari hluta hefur lítið sem ekkert gildi hjá mannfólkinu og engin sögupersóna gerir tilraun til að skilja eða ráða í strokfýsni Stjörnu, heldur er sá skapgerðargalli einfaldlega talinn eiga að venjast af henni. Hér með lýkur sögu hryssunnar í mannheimum, en í síðari hlutanum færist sjónarhornið yfir til Stjörnu og skáldið tekur við tauminum. Síðustu kaflar sögunnar lýsa örvæntingu hryssunnar sem er strokgjörn vegna þess að hún var neydd til að skilja við foldaldið sitt á gamla bænum. „Heimþráin bar hana fljótt yfir; strokið beggja skauta byr [...] og fallega folaldið horfna“,43 skrifar Þorgils og fylgir hryssunni eftir á örvæntingarfullu ferðalagi sem endar á versta veg, því Stjarna ratar ekki heim og lætur lífið ein í óbyggðum í sögulok. Þessi sérstæða og tvöfalda uppbygging Þorgils er bæði róttæk og listilega snjöll. Tvöfalt sjónarhornið dregur fram ólíkar útgáfur af hrossinu, ekki ósvipað stílbrögðum Gests í „Skjóna“, en Þorgils gengur skrefinu lengra með því að leggja skörp skil á milli sjónarhorna (á meðan Gestur tvinnaði þeim frekar saman) og í raun búa til tvær sögur úr einni. Sjónarhorn skiptir öllu máli í dýrasögum og þótt aldrei sé hægt að komast beina leið inn í hugarheim dýrsins, þá eru ótal litbrigði til á milli hreinnar mannmiðju og hreinnar manngervingar – og allra bestu dýrasög- urnar eiga sér stað á óræðu svæði einhvers staðar mitt á milli. „Heimþrá“ kynnir lesendur fyrir tveimur hryssum. Önnur er ótemja sem neitar að aðlagast nýjum eigendum, þar sem gildi Stjörnu er metið út frá mannmiðju, notagildi hennar og aðlögunargetu að væntingum bændasam- félagsins. Hin hryssan hefur sjálfstætt gildi sem einstaklingur og söguper- sóna, öðlast merkingu í textanum vegna hugsana sinna, söknuðar, umhyggju og tilraunum til að bæta sín bágu kjör. Hún er hvorki góðhestur né illhestur, eða öllu heldur er hún bæði: hún er bæði fallegasta hryssan og sú óstýri- látasta, sú besta og sú versta. En gildi hennar sem sögupersónu fæst ekki af svo einföldum lestraraðferðum, því Stjarna verður mun flóknari dýrasagna- 42 Sama heimild, bls. 92. 43 Sama heimild, bls. 94.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.