Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 2
Benedikt Hjartarson, Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir
og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
Samkvæmisleikir
Inngangur að þema
Um leið og Friðbert sagði bless við síðustu afmælisgestina tók
hann eftir því að við blómapottinn fyrir framan dyrnar var skópar
sem hann kannaðist ekki við að hafa séð áður. Þetta voru svartir
rúskinnsskór með ljósum reimum, og þótt stærðin benti fremur til
þess að þeir væru af karlmanni var eitthvað kvenlegt við þá.1
Skórnir sem þannig er lýst í upphafi skáldsögunnar Samkvæmisleikir eftir
Braga Ólafsson frá árinu 2004 gleymast fyrir framan íbúð á fjórðu hæð til
vinstri á Hringbraut 45, rýmið sem Þórbergur Þórðarson skrifaði svo ræki-
lega inn í íslenska bókmenntasögu fyrir tæpum níutíu árum. Þó að sam-
kvæmisleikirnir sem eiga sér stað í verki Braga feli kannski í sér ákveðna
afhelgun á hinum gömlu húsakynnum Þórbergs er freistandi að líta svo á að
skórnir – kannski skór höfundarins – séu til marks um það hvernig fortíðin
gengur aftur í samtímanum, ekki síst í skáldskapnum.
Þema Ritsins að þessu sinni er íslenskar nútímabókmenntir en eins og í
sögu Braga er bókmenntum frá því snemma á 20. öld og samtímaverkum
stefnt saman, án þess þó að dregin séu fram bein áhrif þess undangengna á
skáldskap líðandi stundar. Því má líta má svo á að þemað sé tvískipt: Fyrri
hluti er helgaður Þórbergi Þórðarsyni í ritstjórn Benedikts Hjartarsonar og
Bergljótar Soffíu Kristjánsdóttur og í seinni hlutanum, sem ritstýrt var af
1 Bragi Ólafsson, Samkvæmisleikir, Reykjavík: Bjartur, 2004, bls. 9.
Ritið
2. tbl. 20. árg. 2020 (1-10)
© 2020 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundar greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.20.2.0
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).