Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 238
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
237
líf á öðrum hnöttum er hann sér að himinninn „opnast óravíður til suðurs
með öllum sínum fjarlægu ljósum“ og viðurkennir að hann hafi „alltaf trúað
því að líf væri á öðrum hnöttum […] En nú, í haustnóttinni, hreinlega finn
ég fyrir þessu lífi […]“ (Sb. 101–102). Eins og fram hefur komið var snill-
ingum oft líkt við eldfjöll um aldamótin 1900, en köhne bendir á að í lík-
ingamáli um snillinga birtist einnig mannleg þrá eftir handanveru (e. trans-
cendence) og tengingu við stjörnurnar. Fjöldi texta hafi dregið upp ímynd af
„snillingnum“ sem þeim sem beini sólarljósi og stjörnuskini til manna, og
opni þannig mögulegt rými sem sé bæði óendanlegt og órannsakanlegt.45
Þessi hugmynd um að listsnillingurinn opni leið inn í möguleg áður ókunn
rými leiðir okkur að pólitíkinni í hinni fagurfræðilegu yfirlýsingu sem lesa
má úr listamannaþríleiknum og fjallað er um í seinni hluta þessarar greinar.
II
Eins og fram hefur komið er í Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgar-
marsinum að finna margar vísanir til þekktra listamanna og höfunda sem
sýnir hversu sterk hefð hefur skapast í kringum hugmyndir um samband
listsköpunar og náttúru. Gyrðir endurnýtir þessar hugmyndir á meðvitaðan
hátt og gengur jafnvel svo langt að taka fram á baksíðu titilblaðs að höfundur
Suðurgluggans sé „ekki höfundur bókarinnar“. Eftir stendur sú spurning hvort
í fagurfræðilegri yfirlýsingu þríleiksins sé samt sem áður hægt að greina
sérstöðu Gyrðis innan þessarar hefðar. Hér er svara leitað í vistpólitískri
vídd bókanna og í fjórum köflum fjallað um þau endurteknu mótíf í verkum
Gyrðis sem gerð var grein fyrir í fyrri hlutanum, á forsendum vistrýni og í
ljósi 1) pósthúmanískra hugmynda um eftir-manntíma, 2) hugmynda fyrir-
bærafræðinnar um líf-heim og tjáningu og 3) stóískra hugmynda um þá
skyldu okkar að lifa í samræmi við náttúruna, sem leiðir að þeirri niðurstöðu
að 4) sjónarhorn femínískrar vistrýni er nauðsynlegt ef raunverulegur vilji er
til þess að ímynda sér annars konar og vistvænni tilveru.
2.1 Eftir-manntími
Málarinn í Sandárbókinni blandar bláan og gulan í grænan lit trjánna sem
hann málar og tengir þannig táknrænt himin og jörð á striganum. Hér, og í
fleiri verkum Gyrðis, verður til eins konar handanheimur „milli trjánna“;46
45 Julia Barbara köhne, „The Cult of the Genius in Germany and Austria at the Dawn
of the Twentieth Century“, bls. 122–123.
46 Orðin „milli trjánna“ eru eitt af endurteknum stefjum í verkum Gyrðis undanfarinn