Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 187
AnA StAnićević
186
ramma bókmenntahugtaksins. Þau varpa ljósi á það stærra samhengi sem
hér verður rætt, það er að segja breytingar hjá bókaforlögum á tímum vist-
fræðilegrar kreppu.
Hér vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvort pláss sé fyrir bókmenntir,
eins og við höfum þekkt þær, á mannöld (e. anthropocene)3 þegar loftslags-
breytingar af mannavöldum ógna framtíð okkar og boða endalok þeirrar
heimsmyndar sem við þekkjum. Mannkyninu og lífsstíl þess stendur ógn
af hlýnun jarðar og afleiðingum hennar. Loftslagsbreytingar geta ekki ein-
ungis leitt til hamfara, heldur getur afleiðingin orðið sú að jörðin verði ekki
lengur byggileg fyrir mannfólkið. Því er vert að spyrja: Er hægt, og yfir
höfuð forsvaranlegt, nú á dögum að skrifa bókmenntir sem fjalla ekki um
hlýnun jarðar og hvetja ekki til dáða? Danski rithöfundurinn Lars Skinne-
bach gaf út bókina Øvelser og rituelle tekster (Æfingar og helgisiðatextar), hjá
örforlaginu After Hand, en á bókarkápunni mátti finna eftirfarandi yfir-
lýsingu: „List sem fjallar ekki um vistkreppu, er ekki þess verð að um hana sé
fjallað.“4 Skinnebach gaf einnig út bókina í takmörkuðu upplagi, sem inni-
hélt samning sem hver og einn kaupandi þurfti að skrifa undir og lofa þannig
að hán myndi einungis kaupa grænmeti næstu fimm daga.5 Þessi krafa um
pólítíska merkingu og gagnrýna vistfræðilega afstöðu hefur sett svip sinn á
bókmenntir þessarar aldar.
Í framhaldi af þessum bollaleggingum má taka umræðuna skrefi lengra
og spyrja hvort og þá hvernig bókmenntakerfið taki breytingum við slíkar
aðstæður. Hvernig bregst kerfið við einokun stóru forlaganna, sem frá sjón-
arhóli örforlaga flæða yfir bókamarkaðinn með fjöldaframleiddum varningi
rétt eins og jörðin yfirfyllist vegna ofneyslu manna? Eitt svarið við þessu
ástandi er gríðarlegur vöxtur í útgáfu örforlaga sem verða æ fleiri með hverju
árinu sem líður. Slík forlög fara gegn straumnum en starfsemi þeirra grund-
vallast á breyttu viðhorfi til bókmennta, bókaútgáfu og bókarinnar sem
slíkrar. Sameiginlegt einkenni þeirra er andóf og aðgerðahyggja. Þau vinna
út frá hefð framúrstefnunnar og stefna að því að umbylta ríkjandi fagurfræði
3 Um mannöld, póst-húmanisma og ný-efnisleika má fræðast nánar í þemahefti Rits-
ins 1/2020, Náttúruhvörf. Samband fólks og dýra, gestaritstjórar Kristinn Schram og
Katla Kjartansdóttir.
4 Lars Skinnebach, Øvelser og rituelle tekster (folkeudgaven), Rinkøbing: After Hand,
2011, baksíða. Frumtextinn: „Kunst der ikke beskæftiger sig med klimakrisen er
ikke værd at beskæftige sig med“.
5 Mette Valbjørn Skøtt og Sine Ivic, „Kunsten skal få folk til at ændre adfærd“, dr.dk,
2011, sótt 15. júlí 2020 af https://www.dr.dk/nyheder/kultur/kunsten-skal-faa-folk-
til-aendre-adfaerd.