Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 98
lEIKIð ORðTólUM
97
fyrir að sérhver dýrategund lifi og hrærist í sérstökum heimi sem sé smíð-
aður af þeim táknum sem hún getur numið og tjáð. Flugur og ánamaðkar
hafa til að mynda allt önnur skynjunartól til að nema tákn og miðla þeim
en menn, og handan skynheims slíkra dýra er heimur sem er í ákveðnum
skilningi „raunheimurinn“ og þau henda engar reiður á. Uexküll lýsir með
þessum orðum því sem gerist ef horfið er frá sýn mannsins eins á veröldina:
Þá hverfur allt sem okkur finnst sjálfsagt: öll náttúran, jörðin, him-
inninn, stjörnurnar, já allir hlutir sem umlykja okkur og […] þá rís
upp umhverfis hvert dýr nýr heimur, gjörólíkur okkar, skynheimur
þess.64
Ekkert bendir til að Þórbergur hafi þekkt til kenninga Uexkülls. Barna-
barn líffræðingsins, jakob von Uexküll yngri, segir um nafna sinn: „Afi var
rammíhaldssamur“ 65 og óhætt mun að fullyrða að Þórbergi hefðu ekki líkað
ýmsar hugmyndir hans. En Uexküll hneigðist til dulspeki og því reyndi hann
að skilja veröldina án þess að ganga á hönd hreinræktaðri efnishyggju, rétt
eins og Þórbergur og Peirce. Enda þótt Þórbergur hafi ekki þekkt til skyn-
störf Uexkülls hafa Carlo Brentari og Morten Tønnesen meðal annars skrifað, sjá
Carlo Brentari, „The life and Education of jakob von Uexküll“, Jakob von Uexküll.
The Discovery of the Umwelt between Biosemiotics and Theoretical Biology, Dordrecht,
Heidelberg, New York og london: Springer, 2015, bls. 21–46. Morten Tønnesen,
„Introduction. The Relevance of Uexküll’s Umwelt Theory Today“, Carlo Brentari,
Jakob von Uexküll. The Discovery of the Umwelt between Biosemiotics and Theoretical
Biology, bls. 3 –5.
64 jakob johann von Uexküll, Umwelt und Innenwelt der Tiere, útgáfu önnuðust Florian
Mildenberger og Bernd Herrmann, Berlin og Heidelberg: Springer, 2014, bls. 23.
á þýsku segir: „Damit verschwindet alles, was für uns als selbstverständlich gilt:
die ganze Natur, die Erde, der Himmel, die Sterne, ja alle Gegenstände, die uns
umgeben, und […] so ründet sich um jedes Tier eine neue Welt, gänzlich versc-
hieden von der unsrigen, seine Umwelt.“
65 jakob von Uexküll jr., „jakob von Uexküll and Right livelihood – the current actua-
lity of his Weltanschauung“, Σημειωτκή-Sign Systems Studies 1–2/2004, bls. 363–371,
hér bls. 365. Vegna andspyrnu Þórbergs við þjóðernishyggju og fasisma skal nefnt
að á árunum 1915–1930 mælti Uexküll eldri fyrir mjög þjóðernissinnuðum skoðun-
um, var í vinfengi við enska heimspekinginn og kynþáttahatarann Houston Stewart
Chamberlain og samdi meðal annars greinina „Darwin und die englische Moral“
þar sem hann gagnrýnir siðgæði Englendinga og afgreiðir þingræði sem „stjórn
múgsins“, sjá Torsten Rüting, „History and significance of jakob von Uexküll and of
his institute in Hamburg“, Σημειωτκή-Sign Systems Studies 1–2/2004, bls. 35–72, hér
bls. 42–43. Reyndar breyttust pólitískar skoðanir Uexkülls og á fjórða áratugnum
snerist hann gegn gyðingaandúð og neitaði til dæmis þýska aðalsmannafélaginu um
að staðfesta arískan uppruna sinn.