Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 156

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 156
„MInnIð ER GATASIGTI“ 155 Barn kryddar allt með ímyndun sinni, ég veit það, ég á sjálf tvö börn […]. En ég heyri ennþá brakið í beininu, ég heyri hana snökta: Ekki Bjarni! og mér finnst ég heyra hann bora sér stynjandi inn í hana, þó að ég óski þess heitast af öllu að hljóðin séu bara hryll- ingur sem hræðslan bjó til, af því ég sá einhvern tímann bíómynd þar sem konu var nauðgað og hljóðin voru þau sömu, kannski sá ég hana löngu seinna og finnst bara að hljóðin í minningunni hafi verið svipuð þó að þau hafi ekki verið það. Og kannski eru þau ímyndun mín, Saga, kannski! (197) Minnisrannsóknir sem gerðar hafa verið á fölskum minningum hafa leitt í ljós að ef einstaklingur ímyndar sér atburð og reynir að sjá myndir fyrir hug- skotssjónum sínum er líklegra en ella að hann komi til með að trúa því að atburðurinn hafi átt sér stað.82 Lýsingar Jóhönnu bera með sér að minningar fortíðarinnar ásæki hana; hún heyrir enn hljóðin sem tengjast þeim. Efinn sem einkennir þó allt mál hennar vitnar um að hún vonar að ímyndunaraflið hafi hlaupið með hana í gönur, það sem hún telur sig muna hafi aldrei gerst. Engu að síður óttast hún að afstaða hennar til föður síns eftir að hann hætti að drekka og lét af barsmíðunum hafi haft þau áhrif að hún reyni að afneita kynferðislega ofbeldinu og telja sér trú um að það sé hennar eigin hugar- burður.83 óvissan um minningar fortíðarinnar er því ekki síst rót sársaukans sem hún finnur fyrir. Varnaglarnir sem Jóhanna slær gera það að verkum að Saga á erfitt með að trúa ásökunum hennar á hendur föður þeirra. Hún veltir fyrir sér hvort móðursystir þeirra heitin, Elínborg, hafi haft áhrif á minni systurdóttur sinnar. Elínborg var einhleyp og barnlaus en hún átti í flóknu sambandi við Kristínu systur sína einkum vegna þess að henni var í nöp við mág sinn. Elínborg taldi að mágur hennar ætti sök á dauða Katrínar en hún var eina manneskjan sem var reiðubúin að margræða ofbeldið við Jóhönnu. Það er því hugsanlegt að skoðanir Elínborgar hafi litað orðræðu hennar og hún plantað fölskum minningum hjá frænku sinni. Jóhanna viðurkennir enda að hún viti ekki fyrir víst hvað séu minningar hennar og hverjar séu úr hugskoti Elínborgar: „Ég hafði sagt Elínborgu allt sem ég vissi og hún endursagði það og skreytti þangað til það hætti að vera minningin mín og varð minn- ingin hennar. Ég á aldrei eftir að vita hvað ég hef lifað og hvað er úr huga Elínborgar“ (203). 82 Elizabeth F. Loftus, „The reality of repressed memories“, American Psychologist 48: 5/1993, bls. 518–537, hér bls. 533. 83 Auður Jónsdóttir, Stóri skjálfti, bls. 197.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.