Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 189
AnA StAnićević
188
felst táknrænt auðmagn í menningu samtímans.7 Þessi hópur tilheyrir fyrsta
heiminum, hefur möguleika á vali og getur breytt neysluvenjum sínum. Kate
Soper, sem kynnti hugtakið valsældarhyggja, segir meðal annars: „[a]ndkapí-
talísk siðfræði og stjórnmál eiga þess vegna ekki aðeins að höfða til fórnfýsi,
samúðar og umhverfisáhyggja, heldur einnig til sjálfsánægju með að neyta
á annan hátt: til nýrrar neysluerótíkur eða „sældarhyggjuímyndar““.8 Þessi
nýja neyslumenning endurspeglast í hræringum innan bókmenntakerfisins,
samtímis því sem nýjar leiðir til að neyta bókmennta og bóka verða til.
Í eftirfarandi umfjöllun mun ég leitast við að sýna fram á að starfsemi ör-
forlaga er ein skýrasta og athyglisverðasta birtingarmynd nýrrar umhverfis-
verndarorðræðu í bókmenntum norðurlanda. Ég mun færa rök fyrir tveim-
ur ólíkum birtingarmyndum innan starfsemi örforlaga sem tengjast þessari
orðræðu: a) tengsl við hefð bókverka, notkun á náttúrulegum, endurunnum
og niðurbrjótanlegum efnum og áhersla á það sem snýr að hinni efnislegu
framleiðslu og dreifingu; b) náttúra sem inntak í verkunum. Til að lýsa þess-
um birtingarmyndum mun ég nota sem dæmi danska örforlagið Laborato-
riet for Æstetik og Økologi og rekja þannig efnið til röklegrar niðurstöðu,
bæði með tilliti til efnis og inntaks. Með hliðsjón af þessu forlagi mun ég
kynna þrjá þætti í aðferðum örforlaga sem snúa að fagurfræði, stefnumörkun
og gjörningum, en þættirnir nýtast til að raða niður og lýsa starfsemi ör-
forlaga almennt. Flokkunina mun ég einnig nota til að varpa ljósi á önnur
norræn örforlög sem einkennast af sömu vistfræðilegu áherslum og Labo-
ratoriet for Æstetik og Økologi, þótt þær komi ekki endilega fram á öllum
sviðum starfseminnar.
Vissulega er brýnt að velta fyrir sér hvort bókmenntir sem vistvænn lífs-
stíll og starfsemi örforlaga skili einhverju til loftslagsmála, en sú spurning
er ekki hluti af þeirri rannsókn sem hér er gerð grein fyrir. Hér er fremur
leitast við að greina starfsemi örforlaganna til að öðlast skilning á lykil-
hlutverki þeirra sem birtingarmynd hinnar nýju umhverfisverndarorðræðu
innan norræns bókmennta- og menningarvettvangs. Einnig mun ég setja
starfsemi örforlaganna í samhengi við valsældarhyggju og upplifunaræði
samtímans og sýna hvernig þau ríma saman. Ég mun skoða bókaútgáfu út
7 Pierre Bourdieu, Distinction – A Social Critique of the Judgement of Taste, þýðandi
Richard nice, London: Routledge og Kegan Paul, 1984 (í frummáli á frönsku 1979).
8 Kate Soper, „Alternative Hedonism, Cultural Theory and the Role of Aesthetic
Revisioning“, Cultural Studies 22: 5/2008, bls. 567–587, hér bls. 571. Frumtextinn:
„[a]n anti-consumerist ethic and politics should therefore appeal not only to altru-
istic compassion and environmental concern but also to the more self-regarding
gratifications of consuming differently: to a new erotics of consumption or hedonist
‘imaginary’“.