Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 218
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
217
sér úr greipum. Hann notar áhorfið á konuna sem eins konar kveikju sem
vekur þrá og kemur af stað hreyfingu en til þess að þjóna þeim tilgangi þarf
hún sífellt að vera utan seilingar. Í kjölfarið sér hann ummerki eftir ökutæki,
tákn hins hraðskreiða nútíma sem hvergi er hægt að komast alveg undan,
og fyrri náttúruhamfarir, en möguleikinn á að þær endurtaki sig skapar, líkt
og ökutækin og konan, mögulega spennu og kraft sem listamaðurinn reynir
stundum að nýta sér í sköpuninni. Þær tilraunir eru þó hálfvolgar, því þrátt
fyrir að á milli trjánna leynist spenna, nútími, hraði, hamfarir, órói og þrá
einbeitir hann sér að því að mála sjálf trén og reynir að fanga annars konar
lífskraft þeirra; tilveru sem felur í sér andstæðu hreyfingar, sem og slökun
spennu og þrár. Til þess að nálgast þennan lífskjarna dregur hann sig úr dag-
lega lífinu og verður eins og lifandi dauður, eins og athvarf hans við grafirnar
endurspeglar. Þegar hann ímyndar sér að draugur listamanns (nánar tiltekið
höfundar) hafi verið skilinn eftir þar sem hjólhýsið hans stendur vísar það
að sjálfsögðu til draugslegs sjálfs hans sem listamanns en einnig til drauga-
legrar nærveru höfundarins Gyrðis Elíassonar. Því rétt eins og öll listaverk
sem fjalla um sköpunarferlið bendir þessi þríleikur um sköpun og líf karl-
listamanna óhjákvæmilega til sinnar eigin tilurðar og skapara. Slík verk eru
gjarnan öðrum þræði listrænt „manifestó“ höfunda og þríleikurinn er að því
leyti „sjálfsaga“ (e. metafiction) að Gyrðir sýnir mikla meðvitund um þá hefð
sem hann vinnur með hvað varðar þjáningarfullt, einmanalegt og mótsagna-
kennt hlutverk listamannsins.2
Eins og áður sagði gefur gönguferð málarans innsýn í umfjöllunarefnin
sem tekist verður á við í þessari grein og í fyrri hluta hennar er í sex köflum
fjallað um jafn mörg mótíf sem koma endurtekið fyrir í öllum þeim verkum
Gyrðis sem hér eru til umfjöllunar; 1) ferðalagið, 2) tengingu kvenna, lífs
og náttúru, 3) undirliggjandi ógn lífs, náttúru og nútíma, 4) þunglyndi lista-
mannsins og dauða, 5) draugslega listamenn og 6) handanheima. Samspil
þessara þátta er notað til að lýsa mótsagnakenndu og ómögulegu verkefni
listamanns sem dregur sig út úr lífinu til að skapa eitthvað sem lifir.
1.1 Í átt til dauðans
næsta bók í þríleiknum, Suðurglugginn, leit ekki dagsins ljós fyrr en fimm
árum eftir útgáfu Sandárbókarinnar, en í millitíðinni, árið 2009, gaf Gyrðir
út smásagnasafnið Milli trjánna og ljóðabókina Nokkur almenn orð um kulnun
sólar þar sem má finna ljóðið „Walden í nóvember 2005“. Gyrðir hefur í
2 Samanber umfjöllun um Tóníó Kröger eftir Thomas Mann hér á eftir.