Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 232
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
231
fortíðar, meðvitaður um að „í þorpinu er litið á þessi svörtu hús sem hálf-
gert draugasafn“ (Sg. 124). Í endurminningabókinni Veröld sem var (1942)
gerði Stefan Zweig nostalgíska tilraun til að varðveita í texta og endurskapa
tíðaranda æsku sinnar og ungdómsára, tíðaranda sem honum fannst hafa
horfið með fyrri heimsstyrjöldinni. Í Suðurglugganum er einnig að finna nos-
talgískan óð til horfinna gilda; óð til hins sérstaka sambands höfundar og rit-
vélar sem tapast hefur á tölvuöld. Sögumaðurinn vísar meira að segja í hefð
sem skapast hefur í slíkum sögum um samband höfundar og ritvélar: „Ef
ég man rétt var það Paul Auster sem skrifaði heila bók um ritvélina sína og
dásamaði hvað það væri gott að slá á lyklaborðið á henni“ (Sg. 35). En eins
og nánar verður rakið hér á eftir hafa sumir höfundar eytt að minnsta kosti
jafn miklum tíma í að úthúða ritvélum og að dásama þær og strax frá fyrstu
síðum Suðurgluggans einkennist samband sögumannsins við gömlu Olivetti-
ritvélina sína af kvíða, togstreitu og ofbeldisfullum hugsunum.
Sögumaðurinn í Suðurglugganum hefur lokað sig algjörlega af frá mann-
legu samfélagi. Hann vísar stöðugt í önnur verk og höfunda þar sem sjálfs-
morð og dauði koma við sögu og lætur sig jafnframt dreyma um að stúta
ritvélinni sinni: „Það kemur fyrir að ég hugleiði að fara með ritvélina yfir
á höfðann og henda henni í sjóinn, jafnvel fara sjálfur á eftir henni.“ (Sg.
12) Ofbeldishneigðin sem beinist gegn vélinni er vandlega samofin sjálfs-
eyðingarhvöt, en rithöfundar lýsa ritvélunum sínum oft eins og nokkurs
konar framlengingu á eigin persónuleika. John updike á til dæmis að hafa
sagt í viðtali að hann og Olivetti-vélin sem hann skrifaði allar bækur sínar
á, og sem var framleidd sama ár og hann fæddist, væru að eldast og hrörna
saman.37 Í Suðurglugganum verður ritvélin eins og framlenging á huga höf-
undarins:
Tölvan hefur svipuð áhrif á mig og ljósmyndavélar á frumbyggja
Ástralíu: mér finnst hún taka sálina frá mér. […] En ritvél, helst
gömul ritvél án rafmagns, er það næsta sem ég kemst huganum.
(Sg. 33)
Það getur því ekki boðað neitt gott þegar hann setur lokið á ritvélina og
smellir „því aftur, með svipuðum hreyfingum og útfararstjóri skrúfar lok
á kistu“ (Sg. 15). Eða þegar: „[s]mellirnir í ritvélinni minna á byssuskot í
hljóðu húsinu“, þótt það sé „bara loftriffill“ (Sg. 11). upp í hugann kemur sú
37 Robert Messenger, „Typing Writers. An endangered species (but not yet extinct)“,
The Canberra Times, 14. febrúar, 2009, bls. 16–17.