Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 129
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
128
Lesendur eru reyndar dregnir á upplýsingum um hvað hefur nákvæmlega
hent aðalpersónuna sem er nafnlaus þar til í þriðja kafla en þá kemur í ljós að
hún heitir Saga. Ýmsar vísbendingar eru þó gefnar í fyrstu þremur köflunum
um að hún hafi fengið flog en staðfestingin á því kemur einnig undir lok
þriðja kafla. nafnleysið er ein af vísbendingunum því það tengist minnis-
leysi Sögu sem er margoft spurð hvort hún muni
hvað hafi gerst og hver hún sé. Þá er líkamlegri
vanlíðan hennar lýst í þaula; samanber að hún er
illa áttuð, á erfitt með að tala, þarf að sofa, svimar,
riðar, er orkulaus og hefur höfuðverk.7 Auk þess
kemur í ljós að hún hefur „migið á [sig] í kramp-
anum“ (8). Allt eru þetta dæmigerð einkenni
krampaflogs eða grand mal flogs en í slíku flogi
„verður allur heilinn fyrir truflun, viðkomandi
missir samstundis meðvitund og fellur til jarðar.
[…] Líkaminn stífnar í stutta stund og síðan fara
kippir um líkamann. […] Kippirnir ganga yfirleitt
yfir og flogið tekur enda innan nokkurra mínútna. Á meðan viðkomandi er
að komast til meðvitundar getur hann verið ruglaður og syfjaður en margir
eru færir um að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið eftir að hafa
hvílt sig smá stund.“8
Eins og sést á skilgreiningunni er krampaflog og reynslan af því ekki
ósvipuð lýsingu á jarðskjálfta og upplifun fólks af slíkum hamförum en bæði
fyrirbæri eru óútreiknanleg og geta kallað fram tilfinningar á borð við ótta,
hjálpar- og stjórnleysi. Raunar er reynslan af þessu tvennu svo áþekk að
flogaveikir hafa beinlínis greint frá því að þeir hafi haldið að þeir væru að
fá flog í upphafi stórra jarðskjálfta.9 Þótt það liggi beint við að líkja floga-
veiki við jarðskjálfta skal tekið fram að það er hvorki Saga, aðalpersóna Stóra
7 Sama heimild bls. 5–8.
8 „Spurningar og svör“, Lauf, sótt 25. júlí 2020 af http://www.lauf.is/
spurningar-and-svor/.
9 Skömmu eftir síðustu aldamót var gerð rannsókn í Seattle meðal flogaveikra og
þeirra sem fá flog ótengt flogaveiki. Þátttakendur voru spurðir um upplifun sína
af stórum jarðskjálfta (6,8 á Richter) sem gekk yfir borgina þann 28. febrúar 2001.
Einungis þeir sem voru flogaveikir voru líklegri til að hafa haldið að þeir væru að fá
flog þegar skjálftinn hófst. nathaniel F. Watson, Michael J. Doherty, Carl B. Dodrill,
Don Farrell og John W. Miller, „The Experience of Earthquakes by Patients with
Epileptic and Psychogenic nonepileptic Seizures“, Epilepsia 43: 3/2002, bls. 317–
320, hér bls. 317.