Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 101
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
Í framhaldinu geta menn ímyndað sér látæði Bergs litla og Þórðar föður
hans, hvors í sínu lagi, fyrir framan taðstálið á Hala með hliðsjón af þessari
lýsingu:
Taðstálið […] var framhlið á ískyggilegri vistarveru. Bak við það,
inni í leyndardómum taðbingsins, bjó taðkarlinn. Ég vissi alveg að
hann var þar, og ég vissi nákvæmlega hvernig hann leit út. Það var
gamall karl í gráum fötum með grátt alskegg og bleikur í framan,
heldur lágur og holdgrannur, en sterkur og snar í hreyfingum, eld-
fljótur að skjótast. Ekki man ég hvað hann hafði á höfðinu. Hann
var vondur. Hann sat um að grípa börn og draga þau til sín inn í
taðið. Hann var þó ekki mjög hættulegur fyrr en búið var að brenna
nokkuð miklu framan af taðhlaðanum. […] Stundum hrundi úr
taðhlaðanum, eftir að búið var að brenna skánarveggnum, sem
studdi að honum að framan. Það var ekki náttúrlegt hrun. „Nú er
taðkarlinn að láta hrapa.“ Nú skýst hann út úr taðinu og tekur mig.
Og í sama andartaki hljóp ég af öllum kröftum út úr eldhúsinu, ef
ég var þar einn, og söng eins hátt og ég gat til að yfirstíga í mér
skelfinguna. (bls. 40 – 41)
jesper Hoffmeyer, Daninn sem fyrr var minnst á, þróaði kenningu um það
sem hann kallaði táknhvolf (e. semiosphere) til samræmis við gufuhvolf (e. at-
mosphere), lífhvolf (e. biosphere) og annað í þeim dúr. Hann var þeirrar skoð-
unar að hugtakið lífhvolf hefði ekki fært mönnum þá heildarsýn á heiminn
sem vonir stóðu til. Því yrði að gera ráð fyrir að allt líf, frá bakteríum til
manna fæddist inn í táknhvolf sem það þyrfti að aðlagast til að komast af.
lífhvolfið ætti svo að skoða í ljósi táknhvolfsins en ekki öfugt.72 Hér skal því
haldið fram að ef bók Þórbergs, Steinarnir tala, er lesin í beinu framhaldi
af bók Hoffmeyers kunni hún að orka sem staðfesting á kenningu Danans.
Skýringin er ekki bara sú að sögumaður Steinanna er ósjaldan með hugann
við tákn og táknun og fjallar um efni eins og minni og gleymsku sem Hoff-
meyer gerir ítarleg skil. Sögumaður Þórbergs leitar á þegar Hoffmeyer skýr-
ir sjálfið. „Sjálf“, segir Hoffmeyer, krefst þriggja þátta tengsla þar sem ein-
staklingurinn vísar bæði til aðstæðnanna sem hann býr við og til eigin veru í
72 jesper Hoffmeyer, Signs of Meaning in the Universe, þýðandi Barbara I. Haveland,
Bloomington: Indiana University Press, 1995. Í bókinni lýsir Hoffmeyer táknhvolf-
inu og vexti þess frá því sjö hundruð þúsund milljónum ára eftir miklahvell og til
manna og dýra í samtímanum; ræðir táknun og táknferli jafnt innra með lífverum
sem utan þeirra, svo að ekki sé minnst á táknskipti.