Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 87
AðAlSTEINN EYÞóRSSON OG BERGljóT SOFFÍA KRISTjáNSDóTTIR
86
Alþjóðamál og málleysur, fjallar auðvitað um tungumál en getur þó varla kallast
málfræðirit. Það er fyrst og fremst áróðursrit fyrir alþjóðamálinu en rökin
sem færð eru fyrir ágæti þess eru sjaldnast málfræðileg, miklu heldur pólitísk
og hagnýtisrök. Í ritinu er þó komið nokkuð inn á almennar hugmyndir um
eðli og þróun tungumála, ekki síst spurninguna um áhrif einstaklinga á mál-
þróun, líkt og í riti jespersens sem vitnað er til hér að framan. Í kafla þar
sem Þórbergur tekur til umræðu þá mótbáru gegn gildi esperanto að það sé
tilbúið mál en ekki náttúrulegt, rifjar hann upp rómantískar hugmyndir um
uppruna og gildi þjóðtungna – að þær séu sköpunarverk „fólksins“ á sama
hátt og þjóðsögur og fornkvæði. Þessu hafnar Þórbergur og rekur dæmi um
bókmenntir sem áður hafi verið taldar uppfinning „fjöldans“ en komið hafi
á daginn að þær væru „tilbúingur“ einstaklinga. á sama hátt sé fjölmargt í
náttúrulegum málum sem megi rekja til meðvitaðrar viðleitni einstaklinga.
Um það vísar hann til alþjóðaþings málvísindamanna sem haldið var í Genf
árið 1931 þar sem einkum hafi verið fjallað um „hvaða hlutdeild viljinn og
vitundin ættu í þróun málanna“.29 Og þá kemur prófessor jespersen enn við
sögu því Þórbergur vitnar í ræðu hans á þinginu:
Hann undirstrikaði það sérstaklega, að hingað til hefðu mála-
mennirnir gefið allt of lítinn gaum að hinni meðvitandi og fyrir-
huguðu viðleitni í þróun svonefndra náttúrumála og hefðu um of
vanhirt að taka virkan þátt í slíkum störfum.30
Þá rekur Þórbergur aragrúa dæma um það hvernig einstaklingar hafa orðið
upphafsmenn nýmæla í tungumálum, ekki síst úr íslensku og segir að því
loknu:
Ég þykist hafa vakið hér máls á mjög merkilegu viðfangsefni:
áhrifum hinnar meðvitandi skynsemi á þróun málsins [...] Ég vona, að
íslenzkir málamenn láti sig framvegis þetta efni meira máli skipta
en bókmenntir vorar hafa borið þeim vitni um hingað til. Það yrði
viðgangi „íslenzkrar menningar“ ólíkt meiri styrkur en þrotlaus
heilabrot um löngu dauða menn, dauðar ættir, dauðan vísdóm,
dauða heimsku.31
29 Þórbergur Þórðarson, Alþjóðamál og málleysur, Reykjavík: Bókadeild Menningar-
sjóðs, bls. 283–284.
30 Sama stað.
31 Sama rit, bls. 321.