Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 46
Álfdís Þorleifsdóttir
Krishnamurti og Þórbergur
Um blekkinguna og lausnina í Íslenzkum aðli
Í viðtalsbókinni Í kompaníi við allífið segist Þórbergur vera „eins sannfærður
um líf eftir dauðann eins og lífið fyrir dauðann“.1 Þetta eigi ekkert skylt
við trú, heldur séu þetta „niðurstöður af reynslu manna, fræðilegum lestri
og miklum umþenkingum“.2 Ef einhver myndi hins vegar geta sýnt honum
fram á að þessar heimildir væru ósannar eða sönnuðu ekkert, myndi hann
ganga frá þessari sannfæringu sinni. Það segir Þórbergur að sé munurinn á
trú og skoðun: „Trúmaður gengur aldrei frá sannfæringu sinni. Það skiptir
engu máli, þó að hægt sé að sanna honum, að það, sem hann trúir á, sé
endaleysa.“3 Þórbergur segist byggja á rökum spíritisma og indversku heim-
spekinnar og guðspekinnar og ýmsu fleiru. Lýsing Þórbergs á lífsskoðunum
sínum er mjög í anda þeirra hugmynda sem einkenna starfsemi og skrif
þeirra hreyfinga sem kenndar hafa verið við nútímadulspeki (e. modern esto-
ricism). Eitt einkenni þessara hreyfinga var áhersla á „hið andlega“ og „and-
lega iðkun“ (e. modern spirituality),4 þar sem leitað var út fyrir kennisetningar
1 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, Reykjavík: Helgafell, 1959, bls. 23.
2 Sama rit, bls. 23.
3 Sama rit, bls. 24.
4 Enska hugtakið spirituality er býsna margrætt og á sér ekki skýrt jafngildi á íslensku.
Ég tel því að hluti af vandanum við að fjalla um Þórberg og trúmál felist að ein-
hverju leyti í tungumálinu, en á íslensku er það mjög ríkjandi viðhorf að þegar rætt
er um trú sé það hin hefðbundna, stofnanabundna trú en ekki það að vera andlega
þenkjandi (e. spiritual). Sú hreyfing innan nútímadulspekinnar sem hér er átt við
er runnin upp á Vesturlöndum á nítjándu öld en hún sækir til ýmissa dulspekihug-
mynda allt aftur til fornaldar, frá fjarlægum heimshlutum, einkum frá Indlandi og
Kína. Þar er að hluta til um að ræða hugmyndir sem eiga rætur í búddisma, yoga
og austrænum fræðum en eitt hlutverk guðspekinnar, á fyrstu áratugum tuttugustu
aldarinnar, var að veita þessum straumum inn í vestræna menningu og laga þær að
menningarlegu umhverfi. Guðspekin tengdist ýmsum veraldarhyggjustefnum á nítj-
Ritið
2. tbl. 20. árg. 2020 (45-76)
Ritrýnd grein
© 2020 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.20.2.2
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).