Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 86
lEIKIð ORðTólUM
85
Þegar Saussure segir að la parole sé ævinlega á valdi einstaklingsins
en hann geti hvorki búið til né breytt la langue, er það fáránlega
orðum aukið. Sannleikurinn er sá að einstaklingurinn getur búið til
eitthvað nýtt sem hefur áhrif á tungumálið, á tungumál samfélags-
ins alls. Það er auðvitað á þennan hátt sem allar þær fjölmörgu
nýmyndanir og ummyndanir sem sífellt eru að stinga upp kollinum
verða til.25
Þórbergur Þórðarson átti þessa bók jespersens26 og ekki er örgrannt um að
þarna megi greina samhljóm með hugmyndum þeirra Þórbergs um tungu-
mál, einstakling og samfélag, þótt ekki sé hægt að fullyrða að hann hafi verið
búinn að lesa rit jespersens þegar hann skrifaði fyrrnefnda grein í Alþýðu-
blaðið árið 1926, árið eftir að bókin kom út.
Það er reyndar fleira í ritum jespersens sem leiðir hugann að viðhorfum
og áhugamálum Þórbergs þegar kemur að tungumálinu. Nefna má að í fyrr-
nefndri bók, Mankind, Nation and Individual, ver jespersen miklu rými í að
ræða barnamál, leiki barna (og fullorðinna) með tungumálið og áhrif hvors
tveggja á þróun máls. Sama er raunar að segja um bókina Language sem
jafnan er talin höfuðrit jespersens og kom út nokkrum árum fyrr.27 Þessar
áherslur danska málfræðingsins minna óneitanlega á viðfangsefni Þórbergs í
Sálminum um blómið og Suðursveitarbókunum.
lífssýn Þórbergs Þórðarsonar mótaðist mjög af guðspeki og austræn-
um fræðum ásamt sósíalískum stjórnmálaskoðunum og hugmyndum um
bræðralag alls mannkyns. áhugi hans á alþjóðlega tungumálinu esperanto
er eðlilegur og rökréttur þáttur í lífsskoðun hans, hlutverk þess var ekki síst
að sameina alla menn á jafnréttisgrundvelli, brjóta niður þjóðernismúra og
mynda mótvægi gegn valdapólitík stórvelda.28 Rit Þórbergs um esperanto,
25 Otto jespersen, Mankind, Nation and Individual, bls. 17. á ensku: „When Saussure
says that the individual is always master over ‘la parole’, while he can neither make
nor change ‘la langue’, this is a monstrous exaggeration. The individual, as a matter
of fact, can make something new which has influence on the language, on the lang-
uage of the whole community. This is of course the way in which the countless new
formations and transformations which actually show themselves in the language
come about.“
26 Dönsk útgáfa hennar, Menneskehed, nasjon og individ i sproget, sem kom út samhliða
ensku útgáfunni er meðal bóka úr eigu Þórbergs sem landsbókasafn Íslands fékk að
gjöf.
27 Otto jespersen, Language. Its Nature, Development and Origin, london: George Al-
len and Unwin, 1922.
28 Um lífsafstöðu Þórbergs, sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „Að predika dýravernd-
un fyrir soltnum hýenum“, Ritið 1/2017, bls. 9–52.