Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 49
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
48
Þórbergur hefur sjálfur sagt í viðtalsbókinni Í kompaníi við allífið að til-
drögin að Íslenzkum aðli hafi verið útvarpserindi sem hann flutti um Stefán
frá Hvítadal árið 193711 og vissulega kemur Stefán mikið við sögu í Íslenzkum
aðli. Þannig virðist ritsmíðin um skáldið hafa tvinnast saman við æviminn-
ingar Þórbergs sjálfs,12 en í því sem hér fer á eftir verður rennt stoðum undir
það að bókin sem hann ætlaði að skrifa um kenningar Krishnamurtis hafi
einnig sett mark sitt á Íslenzkan aðal, ekki síst þar sem lýst er innra lífi hins
unga Þórbergs.
Þórbergur og guðspekin
Þórbergur kynntist indverska heimspekingnum Krishnamurti í gegnum
guðspekina, en hann endurfæddist til hennar árið 1917 eins og hann lýsir í
fyrrnefndri „Endurfæðingarkróniku“:
1917:
Hlunkast í októbermánuði, um kl. 6 að kvöldi, þá staddur á Lauga-
veginum rétt fyrir ofan Bergstaðastræti, með vígahnattarhraða
niður í ómælishöf guðspeki, yógaheimspeki og spíritisma, svo að
allt annað gleymist. fæ nýja útsýn yfir gervalla tilveruna. Kýli á
andlegum æfingum. Beini mínu blikki til meistara í Tíbet. finn
alheimsorkuna fossa gegnum hverja taug. Gerist heilagur maður.13
Þórbergur lýsir þessu atviki nánar í Meisturum og lærisveinum, ævisögulegu
handriti, sem hann skrifar um svipað leyti og hann skrifar Íslenzkan aðal og
Ofvitann.14 Þar segir hann frá því hvernig hann hafi lagt sig fram um að lesa
allt sem til var um þessi fræði, meðal annars með því að gerast félagi í guð-
spekihreyfingunni og fá þar með aðgang að bókasafni hennar.15 Þórbergur
ÞÞ, Lbs. Hér er vitnað í Pétur Gunnarsson, ÞÞ í forheimskunarlandi, Reykjavík: JPV,
2009, bls. 38.
11 Matthías Johannessen, Í kompaníi við allífið, bls. 21.
12 Þórbergur skrifaði líka upp eftir Stefáni frá Hvítadal minningar hans frá Unuhúsi.
Sjá Þórbergur Þórðarson, Í Unuhúsi, Reykjavík: Mál og menning, 1990, fyrsta út-
gáfa 1962.
13 Stefán Einarsson, Þórbergur Þórðarson fræðimaður – spámaður – skáld, fimmtugur, bls.
8–9.
14 Soffía auður Birgisdóttir, „formáli“, Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar.
Eftir Stóra ævisögulega handritinu, arngrímur Vídalín bjó til útgáfu, Reykjavík: for-
lagið, 2010, bls. 7–11, hér bls. 8.
15 Þórbergur Þórðarson, Meistarar og lærisveinar, bls. 65.