Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 182
HaNS æR OG KýR
181
verulegt rými sem er jafn fullkomið og jafn óaðfinnanlegt, jafn vel skipulagt
og okkar eigið er óreiðukennt, illa skipulagt og ruglingslegt.“74 Undir sára-
bóta–heterótópíu mætti flokka staði eins og Disneyland, skemmtigarða eða
„sponseraða“ skóginn í Heiðmörk.
Heterótópían þarf ekki að vera eiginlegur, áþreifanlegur staður heldur
má líta á rýmið sem afleiðingu af virkni í tíma, eða virkni í sjálfri sér. Hún
er „rými“ í sinni víðustu merkingu þar sem önnur viðmið gilda og er yfir-
leitt bundin niðursneiðingu tímans og „opnast inn í það sem í beinu fram-
haldi mætti kalla heterókróníur.“75 Hún öðlast þannig fyrst fulla virkni þegar
maðurinn er slitinn úr tengslum við tíma sinn. Þannig geti jafnvel sérkenni-
legar aðstæður virkað sem heterótópíur, að minnsta kosti um stundarsakir.
Foucault taldi að lífi mannsins væri stjórnað af andstæðum sem hann
gengist við hugsunarlaust, til dæmis „milli einkarýmisins og hins opinbera
rýmis, á milli fjölskyldurýmisins og hins félagslega rýmis, á milli hins menn-
ingarlega rýmis og nytjarýmis, á milli tómstundarýmisins og rýmis vinn-
unnar.“76 Heterótópían og rými hennar væri hins vegar tól til þess að „ve-
fengja það rými sem við lifum í“ og öðlast þannig óneitanlega pólitískar
skírskotanir.77 Lífið í firði Halldórs, eða sveit Bjarna, eða gagngert innhvarf
Gests í lokahluta Handbókar um hugarfar kúa, má sökum þess túlka sem visst
andóf við það rými sem lesandi lifir í.
Í ljósi þessa má kannski sjá sjálfskipaða einangrun karlpersóna í þeim
bókum Bergsveins sem hafa verið hér til umfjöllunar – í afskiptum fjörðum,
bæjum eða kjöllurum – frá öðrum og, kannski, gagnrýnni bæjardyrum. Ein-
angrun þeirra er flótti. Eru þeir ekki allir að flýja eitthvað – samfélagið – og
leita sér að rými þar sem önnur viðmið gilda? Þar sem þeir geta sleppt sér
um stund. Eiginlega veru þeirra, í tímalegum og staðfræðilegum skilningi
má túlka sem þögul mótmæli og samtímis háværa gagnrýni.
Bréf Bjarna setur fram skýrar andstæður milli sveitar og borgar sem var
áberandi í íslenskum bókmenntum á fyrstu þremur áratugum 20. aldarinnar
í kjölfar breyttra þjóðfélagsaðstæðna.78 andstæðurnar kalla á tvenndar-
74 Benedikt Hjartarson, „Staðlausir staðir. Um útópíska arfleifð í menningargagnrýni
póstmódernista“, Ritið 1/2002, bls. 73–96, hér bls. 77.
75 Heterókrónía er útskýrð af þýðanda neðanmáls í grein Foucaults: „Hugtakið lýsir
því hvernig tíminn, engu síður en rýmið, er ávallt sundurleitur, flókið safn hug-
mynda og skynjana.“ Michel Foucault, „Um önnur rými“, bls. 139.
76 Sama rit, bls. 134.
77 Sama rit, bls. 136–7.
78 Í bókinni Íslenskar nútímabókmenntir 1918–1948 talar Kristinn E. andrésson um að á
árunum 1930–1939 sé eitt af því sem valdi hvað mestum árekstrum í þjóðfélaginu sú