Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 223
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
222
(jafnvel alveg fjarverandi) og/eða samsamaðar náttúrunni sem viðfang hins
karllega sköpunarkrafts, enda eru sterk tengsl milli þessara bókmennta og
hugmynda um listsnillinginn sem nánar er fjallað um hér á eftir. listamenn
Gyrðis afhjúpa þessar hugmyndir fyrst og fremst með því að geta ekki, og
vilja ef til vill ekki, falla að þeim en áherslan á tengslaleysi þeirra við kvenfólk
bendir til að þeir hafi ekki losnað undan takmörkunum hefðarinnar eins og
nánar er fjallað um í seinni hluta greinarinnar. Í þessu ljósi fær lestur rithöf-
undarins í Suðurglugganum á Vetrarbókinni (2006) eftir Tove Jansson aukið
vægi (Sg. 16). Í henni er meðal annars að finna smásöguna „Íkornann“ sem
fjallar um konu sem dvelur ein í kofa úti á eyju og á írónískan hátt um sam-
band eða öllu heldur sambandsleysi hennar við íkorna sem þar birtist. Sagan
er dæmi um innlegg kvenna í þennan flokk verka um einangrun í kofum úti í
náttúrunni, innlegg sem listamenn Gyrðis vita af þótt vísanir í verk karlhöf-
unda og –listamanna séu í yfirgnæfandi meirihluta.13
konan í Sandárbókinni horfir á málarann og í Pan horfir hin unga Edv-
arða einnig á sögumanninn, liðsforingjann og veiðimanninn Tómas Glahn,
og líkir honum við dýr þegar hún talar um að hann sé „otureygður“.14 Orka
Glahns dregur að sér augnaráð og ástir kvenna og þegar hann uppgötvar
að Edvarða horfir á eftir honum bak við gluggatjöld fyllist hann gleði yfir
athyglinni og tilhugsuninni um að hann „ætti hana“.15 En þótt málaranum í
Sandárbókinni sé líka líkt við dýr er hann ekkert veiðidýr; hann hefur „ekki
minnstu löngun til að drepa þessar smávöxnu skepnur sem lifa af eigin
rammleik hér í skóginum“ (Sb. 78). konur líta heldur hvorki á hann sem
hugsanlega ógn né bráð; þegar hann gengur fram hjá miðaldra konum í sól-
baði nefnir hann að „[e]ngin þeirra bærir á sér“ (Sb. 54). Og sjálfur hættir
13 Aðrar konur sem hafa skrifað inn í og mótað þessa hefð á beinni hátt, en ekki er vísað
beint til hjá Gyrði, eru Iris Murdoch með The sea, the sea (1978) og kanadíski list-
málarinn Emily Carr sem lifði, rétt eins og listmálarinn í Sandárbókinni, að mörgu
leyti á jaðri mannlegs samfélags en dreymdi um nánari tengsl við samferðamenn
sína. um stanslausa baráttu við að skapa fullburða listaverk skrifaði Emily Carr af
nokkru miskunnarleysi í eigin garð í dagbókum sínum. líkt og listmálari Sandár-
bókarinnar dvaldi Carr sömuleiðis sumarlangt í hjólhýsi sínu í skógum kanada, þar
sem hún málaði margar af sínum merkustu myndum. ónafngreindum ritrýni ber að
þakka ábendingu um þessa mögulegu tengingu Carr og málarans í Sandárbókinni.
14 knut Hamsun, Pan. Blöð úr fórum Tómasar Glahns liðsforingja, þýðandi Jón Sigurðs-
son, Reykjavík: Mál og menning, 1968, bls. 65.
15 Sama rit, bls. 84. Augnaráð Edvörðu gefur í nokkur skipti til kynna áhuga hennar á
Glahn. Á einum stað segir til dæmis sögumaðurinn: „Ég hélt áfram að tala af því að
hún hafði ekki af mér augun.“ Og í annað skipti: „[…] hún settist í námunda við mig
og hafði ekki af mér augun.“ Sama rit, bls. 47 og 55.