Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 227
AuðuR AðAlSTEInSDóTTIR
226
Fiskikóng (e. Fisher king) og eyðilandið hans, sem meðal annars má finna í
Parceval sögu en á sér víða hliðstæður, til dæmis í sögum um „Græna mann-
inn“ eins og Mark Amaru Pinkham hefur tekið saman.22 Í sögum af riddur-
um hringborðsins er að finna Grænan riddara með græna húð og í grænum
fötum.23 Tenging græna litarins við náttúruna er augljós en Græni riddarinn
er þó, eins og Fiskikóngurinn, meðal þeirra persóna Graalsagnarinnar sem
fræðimenn hafa átt í hvað mestum erfiðleikum með að skýra eða túlka. Frá
1939 hefur verið algengt að tengja hann við fígúru sem hefur birst í mismun-
andi menningarheimum í aldanna rás og sem Julia Raglan kallaði „Græna
manninn“ í grein um ákveðna tegund höggmynda í gömlum kirkjum, af
andlitum þar sem lauf vaxa úr eyrum, augum og/eða munni og kringum
andlitið.24 Gary R. Varner hefur tekið saman túlkanir fræðimanna á Græna
manninum sem tengja hann til dæmis Bakkusardýrkun og trjádýrkun og lýsa
honum meðal annars sem forsögulegri ímynd lífskrafts, endurnýjunar og
endurfæðingar en einnig sem áminningu um að allt grænt mun visna.25 Og í
takt við áðurnefndar hugmyndir um karllegan sköpunarkraft sem geti af sér
börn hugans – listaverk og hugmyndir – heldur Andrew Rothery því fram
að þýðingarmesti flöturinn á Græna manninum snúi að gróðrinum sem vex
út úr munni hans, eyrum og/eða augum.
upplýsingar frá heimunum í kringum okkur og innra með okkur
umbreytast í einstakar ímyndir í heilanum og geta síðan fæðst inn
í heiminn með notkun tungumálsins. Þessi „annars konar fæðing“
[e. secondary birthing] lifandi gróðurs gegnum munn Græna manns-
ins gæti því verið samnefnari fyrir endurfæðingu og endurnýjun
annars vegar og hins vegar hæfni til að miðla upplýsingum.26
22 Mark Amaru Pinkham, Guardians of the Holy Grail. The Knight’s Templar, John the
Baptist, and The Water of Life, kempton: Adventures unlimited Press, 2004, bls. 106.
23 Hér gefst ekki rúm til að fara í nákvæma greiningu á vísunum bókarinnar til þessara
mótífa, en grein Soffíu Auðar Birgisdóttur um Gunnlaðar sögu er gott dæmi um
túlkun á íslenskri samtímaskáldsögu í ljósi vísana til Graalsagnarinnar. Sjá: „lífsvon
í deyjandi sköpunarverki. Gunnlaðar saga og Graalsögnin“, Kona með spegil. Svava
Jakobsdóttir og verk hennar, ritstjóri Ármann Jakobsson, Reykjavík: JPV útgáfa, 2005,
bls. 116–130.
24 lady Raglan, „The “Green Man” in Church Architecture“, Folklore 50: 1/1939, bls.
45–57, hér bls. 45.
25 Gary R. Varner, The Mythic Forest, the Green Man and the Spirit of Nature. The Re-
emergence of the Spirit of Nature from Ancient Times into Modern Society, new York:
Algora Publishing, 2006, bls. 85–88.
26 Andrew Rothery, „The Science of the Green Man“, Gatherings. Journal of the Int-