Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 252
PóSTHÚMAnÍSkIR DRAuMAR
251
Rómverski stóuspekingurinn Markús Árelíus lýsir lífi sem flæðir hljóð-
lega þannig að það sé guðlegri tilvist líkast.83 Samkvæmt þessu lifa listamenn
Gyrðis eins og guðir, að minnsta kosti hvað ytra áreiti varðar. Tónskáldið
segist fyrst og fremst vilja „frið til að semja, burtséð frá því hvort það er
dauðaþrá eða ekki“ (Sm. 21). Hann vísar á brott þeim neikvæðu formerkjum
sem hægt væri að setja við það að draga sig út úr lífi og samfélagi mann-
anna og ályktar jafnframt að rétt sé „að hafa allar væntingar í hófi“ og lætur
„augnablikið yfirleitt ráða“, lifir „frá degi til dags“ (Sm. 26, 28 og 59).84 Það
sama gildir um málarann, sem segir að „flest skiptir engu máli“ (Sb. 75).
Markús Árelíus varar einmitt við því að láta stjórnast af óánægju með nú-
verandi ástand mála eða af framtíðarhorfum.85 Eins og heimspekingurinn
Svavar Hrafn Svavarsson bendir á eru geðhrif stóíska vitringsins „öfgalaus
og skynsamleg“ þar sem þau „beinast aðeins að því sem er raunverulega gott
og vont“ – og samkvæmt stóuspeki er ekkert „gott nema dyggð og ekkert
slæmt nema löstur, allt annað hlutlaust“ og ekki þess virði að bregðast við.86
Og markmið listamannanna með einangrun sinni er ef til vill fyrst og fremst
að sigrast á innri óróleika, tengdum draugum fortíðar og forgengileika til-
verunnar.
Markús Árelíus sér sterka tengingu milli þess að sættast við ríkjandi ástand
nútíðarinnar og meðvitundar um að hverju okkar er skammtaður takmark-
aður tími. Hann bendir á að allt muni á endanum hverfa og falla í gleymsku.
Þar nefnir hann sérstaklega hluti sem tæla með ánægju, vekja ótta með sárs-
auka eða er haldið á lofti í nafni frægðarinnar og minnir sjálfan sig á að haga
hverri athöfn og hugsun í samræmi við þá staðreynd að hann gæti horfið úr
þessu lífi á hverju augnabliki.87 Í þríleik Gyrðis erum við einnig sífellt minnt
á feigð listamannanna og óhjákvæmilega hrynjandi lífs og dauða: „Og þá er
af https://doi.org/10.3390/su10020474.
83 Markús Árelíus, The Meditations, þýðandi George long, 2. bók, sótt 9. júní 2020 af
http://classics.mit.edu/Antoninus/meditations.2.two.html.
84 núvitund er lykilatriði í stóuspeki listamanna Gyrðis. Málarinn „er ekki með
klukku“ og talar um að það sem mestu skipti sé „augnablikið, það að ég er hér
núna“. Gyrðir Elíasson, Sandárbókin, bls. 23 og 18. Það rímar við áherslur Abrams
sem segir: „A genuinely ecological approach does not work to attain a men tally
envisioned future, but strives to enter, ever more deeply, into the sensorial present.“
The Spell of the Sensuous, bls. 272. Hér gefst ekki tóm til að fjalla nánar um núvitund
og náttúruvernd en fordæmi fyrir tengingunni þar á milli má meðal annars finna í
Walden Thoreaus.
85 Markús Árelíus, The Meditations, 2. bók.
86 Svavar Hrafn Svavarsson, „Stóísk siðfræði og náttúruhyggja“, bls. 71.
87 Markús Árelíus, The Meditations, 2. bók.