Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 213
AnA StAnićević
212
framleiðslu bóka og nýta sér öðruvísi dreifingu felur í sér gagnrýni á venjur
þess kapítalíska samfélags sem hefur leitt til vistkreppu, en sú spurning vakn-
ar hvort bókmenntir sem vistvænn lífsstíll geti á einhvern hátt lagt sitt af
mörkum til loftslagsmálanna. Með þessari vangaveltu opnast annað og brýnt
sjónarhorn á viðfangsefnið, sem ekki rýmist innan þessarar rannsóknar. Eins
og sýnt hefur verið fram á með dæmum af norrænum örforlögum samtímans
hafa þau þó ljóslega vistvænt yfirbragð á öllum stigum starfseminnar. á sama
hátt og það að hjóla frekar en keyra bíl í vinnuna er merki um ákveðinn lífs-
stíl, er ljóðalestur líka hluti af sjálfsmynd og ímynd lesandans. Ljóðlist, og
ekki síður ljóðlist eftir ný skáld, er bókmenntaform sem er langt frá því að
vera metsöluvænt og örforlögin sjá það oft sem hlutverk sitt að taka að sér
þau verk sem stórforlögin hafa ekki áhuga á. Ljóðaneytandinn staðsetur sig
annarstaðar en til dæmis glæpasagnaneytandi og ljóðaneyslu fylgir menn-
ingarlegt auðmagn. Þótt greining á bakgrunni þeirra sem fylgja örforlögum
og ekki síst á stöðu örforleggjaranna sjálfra kalli vitaskuld á ítarlegri empír-
íska greiningu, virðist óhætt að fullyrða að hér megi greina viss tengsl sem
markast af aldurshópi og þjóðfélagsstöðu. Með greininni í Information55 sem
var tileinkuð örforlögum í Danmörku, var til að mynda birtur listi yfir nítján
dönsk örforlög, en í greininni var jafnframt hægt að finna upplýsingar um
forleggjara og menntun þeirra. Í sautján forlögum voru einn eða fleiri for-
leggjarar með háskólagráðu, oftast meistaragráðu, innan hugvísinda, en hin
tvö forlögin gáfu ekki upplýsingar um forleggjara. Þó að rannsókn á sam-
setningu lesendahópsins vanti má gera því skóna að flestir lesendanna séu
líka háskólamenntaðir og hafi svipaðan bakgrunn, líklega úr sama félags-
lega umhverfi. Smekkur og hugmyndir breiðast út og mótast auðveldlega
innan sömu hópa. Umhverfisverndarstefnan á möguleika á því að festa rætur
í þessum hópum vegna þess að þeir njóta ákveðinna forréttinda og hafa fé-
lagslegt og efnahagslegt ráðrúm til að setja hana í brennidepil. Umhverfis-
vernd er orðin nýtískuleg leið til ímyndarsköpunar og virkar þannig um leið
sem staðfesting á félagslegri stöðu þeirra.
Fagurfræði, stefnumörkun og gjörningur, sem stuðst hefur verið við í
meginflokkun á aðferðum örforlaga, einkennast öll af vistfræðilegri vitund.
Hér er um að ræða allt frá meðvituðu vali á endurunnu, niðurbrjótanlegu og
55 Thomas Thurah, „‘Tænk på forlaget Basilisk! Ved Information overhovedet, hvad
de udgiver?’“, Information, 2. september 2017, sótt 15. júlí 2020 af https://www.
information.dk/kultur/2017/09/taenk-paa-forlaget-basilisk-ved-information-over-
hovedet-udgiver.