Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Page 42
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
41
í viðleitni mannsins til að skilja veröldina sem hann tilheyrir og hvernig hún
er sett saman. Náttúruspekin rann sitt skeið um miðja nítjándu öldina en
ekki svo löngu síðar eða árið 1875 var Guðspekifélagið stofnað. Margt af
því sem rakið hefur verið í kenningum guðspekinnar hvílir á sömu stoðum
og náttúruspekin, það er á heimspeki Platons og þeirri hefð nýplatonismans
sem á henni byggir.
Að lokum
Þótt Þórbergur Þórðarson hafi ekki haft mikil auðæfi á milli handanna þegar
hann hélt til Reykjavíkur vorið 1906, hefur hann lengi búið að andlega arf-
inum úr heimasveitinni ef marka má orð Steinþórs bróður hans:
Og þó að Þórbergur hafi ekki farið með mikil fararefni úr Suður-
sveit, þá fór hann samt með það, sem hann hefur mulið úr og mun
lengst mylja úr, og það er sá andlegi arfur, sem hann fór með frá
liðnum feðrum og mæðrum sínum.100
Í Reykjavík lenti Þórbergur í miðju þess umróts sem var á sviði vísinda og
trúarbragða við lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. Á sama tíma
og kenningar vísindanna grafa undan heimsmynd trúarbragðanna, settu
margir spurningar merki við afstöðu vísindanna til þess dulræna og vildu í
auknum mæli beina aðferðum þeirra að því að kanna það sem manninum
væri dulið og byggja þannig upp nýja heimsmynd.
Guðspekihreyfingunni var einmitt ætlað að brúa bilið á milli þessara
andstæðna. Sú könnun sem hér hefur verið gerð á fyrstu bók Suðursveitar-
bálksins, Steinarnir tala, sýnir svo ekki verður um villst tengsl verksins við
kenningar guðspek innar og helstu rita hennar. Sögumaðurinn Þórbergur
miðlar þekkingu sinni á guðspeki og lætur Berg litla uppgötva margt af þeirri
þekkingu í gegnum athuganir á tilver unni sem eru innblásnar af þeirri nátt-
úrutrú sem enn einkenndi suma í Suður sveit þegar hann var að alast þar upp.
Lesandinn fær sem sagt annars vegar innsýn í þá þekkingu sem Þór-
bergur í hlut verki sögumanns hefur tileinkað sér í dulspeki; hins vegar í
þá staðbundnu náttúrutrú sem einkenndi Suðursveit að einhverju marki í
bernsku hans. Þannig dregur Þórberg ur fram sameiginlega þætti með því
staðbundna og því alþjóðlega og rennir þar með stoðum undir þá kenningu
sína og Blavatsky að seinni tíma efnishyggja hafi spillt við horfi manna til
100 Stefán Jónsson, Nú – nú. Bókin sem aldrei var skrifuð, Reykjavík: Bókaútgáfa Guðjóns
Ó. Guðjónssonar, 1970, bls. 137.