Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 41
STeFÁN ÁGÚSTSSON
40
sem uppreisnarsegg. Í ritgerð sinni, Die Romantische Schule, hafnar hann til
dæmis ýmsum einkennum síðrómantíkurinnar sem grundvelli skáldskapar,
svo sem ídealismanum, kristindómnum, miðaldadýrkun og þýskri þjóðernis-
kennd.95
Þórbergur á því margt sameiginlegt með skáldinu þýska, því að báðir eru
þeir í uppreisn gegn ríkjandi stefnu, hvor á sínum tímanum en beina báðir
spjótum sínum að einkennum sem kennd hafa verið við rómantík. Þó skal
haft í huga að hugtakið rómantík er erfitt og vandmeðfarið eins og kemur
fram hjá Þóri Óskarssyni en hann bendir á að hugtakið sé eitt þeirra sem
virðist þiggja merkingu sína frá því umhverfi sem það stendur í hverju sinni
og sumir gangi svo langt að fullyrða að það hafi misst merkingu sína sem
mállegt tákn að minnsta kosti sem eintöluorð.96
enn hefur ekki verið minnst á augljósustu tengsl Þórbergs við rómantík-
ina. Þá dulspeki sem hefur verið tengd verkum hans í þessari grein má setja
í samhengi við sum einkenni rómantíkurinnar, sér í lagi hughyggju, nátt-
úruspeki og dultrú þeirrar snemmbornu (þý. Frühromantik).97 Upphaf nátt-
úruspekinnar (þý. Naturphilosophie) er rakin til tímamótaverka heimspekinga
rómantísku stefnunnar, þeirra F.J.W. Schellings og Franz von Baaders og
var ætlað í krafti aukinnar þekkingar á sviði vísinda að varpa ljósi á sambandi
náttúrunnar, manna og guðdómsins. Rétt eins og margar aðrar vestrænar
dulspekistefnur styðst náttúru spekin við hugmyndir nýplatonismans um al-
heimsandann eða sálina og náttúruna sem er birtingarmynd hans og á því
sitthvað sameiginlegt með guðspekinni.98
Fræðimenn eru reyndar ekki vissir um að hægt sé að eigna rómantíkinni
þessar hugmyndir sérstaklega. Í bók sinni um tengsl rómantíkur og dulspeki
fjallar Paul Davies einmitt um þessi ein kenni og segir að það að leggja að
jöfnu hið dulda og hið sýnilega í veröldinni hafi víðari skírskotun en til bók-
menntastefnu. Hann sýnir fram á, með því að kafa í þær dulrænu hefðir sem
rómantíkerarnir heimfærðu upp á vestrænt samfélag síns tíma, að rangt sé
að eigna einni bókmenntastefnu / hugmyndafræði eða einum trúarbrögðum
einkenni þeirra hefða.99 Þær hafi fremur skotið upp kollinum aftur og aftur
95 Þórir Óskarsson, „Hvað er rómantík“, bls. 111.
96 Sama heimild, bls. 104–105.
97 Sama heimild, bls. 108.
98 Antoine Faivre, „Naturphilosophie“, Dictionary of Gnosis and Western Esotericism II,
ritstj. Wouter J. Hanegraaf, Boston: Brill, 2006, bls. 823–825.
99 Paul Davies, Romanticism & Esoteric Tradition. Studies in Imagination, New York:
Lindisfarne Books, 1998, bls. 19.