Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 162
Kjartan Már Ómarsson
Hans ær og kýr
– höfundareinkenni Bergsveins Birgissonar
Troðið á gróðurnálum
Gauti Kristmannsson talaði eitt sinn um hversu erfitt væri að rýna í frum-
raunir skálda og nefndi þrjár ástæður máli sínu til stuðnings. Sú fyrsta væri
að menn vildu almennt ekki „drepa nýgræðingana sem enginn veit hvað úr
verður“. 1 Þá nefndi hann að „ekki væri neitt að miða frá“ þegar um fyrstu
verk væri að ræða og loks þótti honum, réttilega, að fjöldi gagnrýnenda sem
hefðu rifið í sig frumverk góðra höfunda væri nægur fyrir og klykkti út með
spurningu: „hver vill enda í hópi þeirra sem sjá ekki hæfileikana frá byrjun?“2
Bergsveinn Birgisson, sem verður hér til umfjöllunar, segist hafa fengið
áhuga á skáldskap strax á unga aldri og aðeins verið á ellefta ári þegar hann
byrjaði að setja saman skringivísur.3 Áratug síðar, 1992, mun fyrsta heild-
stæða verk Bergsveins hafa komið út í bókarformi, tuttugu og fimm blað-
síðna ljóðabók sem fékk heitið Íslendingurinn. Mér hefur aðeins tekist að
hafa uppi á einni umfjöllun um frumraun Bergsveins, ritdóm sem Jón Özur
Snorrason skrifar í Morgunblaðið 11. nóvember 1992, sem hér má sjá útdrátt
úr.
Svo virðist sem skúffuskáld og krárskáld [svo] séu mörg á þessu
landi. Nokkur þeirra ganga fetinu lengra og gefa ljóð sín sjálf út á
bók og reyna með því móti að koma þeim til lesenda. Þó er megnið
1 Gauti Kristmannsson, Viðbrögð úr Víðsjá, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Stofnun Vig-
dísar Finnbogadóttur, 2011, bls. 48.
2 Sama heimild, bls. 48.
3 Kolbrún Bergþórsdóttir, „Enginn maður skapar sig sjálfur“, Fréttablaðið, 20. nóvem-
ber 2003, bls. 43.
Ritið
2. tbl. 20. árg. 2020 (161-184)
Ritrýnd grein
© 2020 Ritið, tímarit Hug vísinda stofnunar
og höfundur greinarinnar
Útgefandi:
Hugvísinda stofnun Háskóla Íslands,
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík
Birtist á vefnum http://www.ritid.hi.is.
Tengiliður: ritið@hi.is
DOI: 10.33112/ritid.20.2.7
Birt samkvæmt skilmálum
Creative Commons BY (4.0).