Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 197
AnA StAnićević
196
Í þessu skema er fólgin fullyrðing um stefnufestu plantna, þ.e.a.s.
sókn plantna í „ferskt loft“, eftirsókn með lágmarks „eyðslu á
skipulögðu efni“ og áreynslu. Darwin greinir einnig á milli ýmissa
stíla í hreyfigetu plantna.18
Gjörningahlið starfseminnar, sem oft er lögð áhersla á, er einnig til marks
um hvernig mörkunum á milli bókmennta, lista og vísinda, sem og mörkum
sjálfrar forlagsstarfseminnar, er hnikað til. Í upphafi greinarinnar var vísað
í verkið Sugar Poems eftir Morten Søndergaard sem var hluti af sýningunni
Sugar Theatre. Í henni var unnið með sykur, bæði sem hráefni og ljóðræna
myndhverfingu. Vísindum og ljóðlist var teflt saman, vegna þess að ljóðið,
eins og Søndergaard lýsir því í ljóðinu hér fyrir neðan, er líka rannsókn
sem hefur sína vísindalegu nálgun. á sýningunni var meðal annars ljóða-
vél sem orti ljóð og var innblásin af ferli líkamans þegar hann býr til fjöl-
sykrur umhverfis frumur. Ljóðin
voru í formi sykurtrjáa og samsett
úr lýsingarorðum sem sótt voru
beint í fyrirsagnir í The Guardian.
Hugmyndin var að sýna hvernig
ljóðin – líkt og sykurtré – eru á
vissan hátt ræktuð í sínu eigin
umhverfi og endurspegla það. á
þennan hátt má segja að sykur
sé settur fram sem lýsingarorð
líkamans.19
Morten Søndergaard, Sykurtré,
2017/2018, mynd af heimasíðu Labo-
ratoriet for Æstetik og Økologi.
18 Jane Bennett, Vegetabilt liv og ontoSympati, Kaupmannahöfn: Laboratoriet for Æs-
tetik og Økologi, 2018, bls. 25. Frumtextinn: „Indlejret i dette skema er en påstand
om plantens målbevidsthed, dvs. plantens stræben efter ”fri luft” efterstræbt via et
minimum af ”forbrug af organiseret stof” og anstrengelse. Darwin skelner også mel-
lem forskellige stilarter for vegetabil mobilitet.“
19 „Sugar Theater“, Laboratoriet for Æstetik og Økologi, sótt 15. júlí 2020 af http://www.
labae.org/past#/sugar-theater.