Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 34
„ALLT SeM HeFUR VeRIð TIL, HeLDUR ÁFRAM Að VeRA TIL“
33
hættu að slátra dýrum og leggja þau sér til munns en vonaðist til þess að látið
yrði af óþarfa drápum og pyntingum á dýrum og beindi spjótum sínum sér-
staklega að sportveiði og kvikskurði í rannsóknarskyni.76
Þórbergur virðist hafa svipaða afstöðu þegar hann dregur fram þessi
tilgangslausu dráp á hundum og köttum. Hins vegar lýsir hann í þremur
köflum (133–148) hvernig kindum sem rata í ógöngur er bjargað. en þá
skautar hann alveg fram hjá því hver örlög lambanna verða að hausti, hvort
sem þeim er bjargað úr ógöngum eða ekki. Þórbergur hefur vísast kunnað
að meta lambakjöt eins og margir aðrir.
Tvíhyggja sú sem kennd er við Descartes hefur valdið því að nútíma-
menn hafa gjarnan afskrifað náttúrutrú sem frumstæða trú og þekkingar-
fræði sem gangi ekki upp. Vaxandi vísindahyggja í lok nítjándu aldar leiðir í
raun til skilgreiningar edwards Burnett Tylor á fyrirbærinu sem felur í sér
að það var jaðarsett og helst talið einkenna frumstæð þjóðfélög safnara og
veiðimanna.77
Fræðimenn einkum á sviði hugrænna fræða hafa á undanförnum árum
beint athyglinni að náttúrutrúnni sem sameiginlegu einkenni fremur en
jaðarfyrirbæri í frumstæðum þjóðfélögum.78 Mannfræðingurinn Nurit Bird-
David samþættir ríkjandi umhverfiskenningu (e. environment theory) og
ríkjandi persónuleika kenningu (e. personhood theory) og leiðir rök að því að
hugmyndir í ætt við náttúrutrú séu sameiginlegar öllum mönnum og liggi
til grundvallar því hvernig manneskjan skilur umhverfið og þroskar vitsmuni
sína.79 Bird-David telur að slíkar hugmyndir einskorðist ekki við frumstæð
þjóðfélög eða óvita, né heldur séu útilokaðar þar sem annars konar þekk-
ingarfræði sé í öndvegi.80
Bergur litli er augljóslega þeirrar skoðunar að dýrin hafi sál og þeim beri
76 H.P. Blavatsky, „Have animals soul?“, The Theosophist, 7:6/1886, bls. 248–254, hér
bls. 254.
77 Cornelius Borck, „Animism in the Sciences Then and Now,“ bls.1.
78 Í tengslum við þetta má benda á umfjöllun um samband fólks við ímyndaða vini:
Guðrún Steinþórsdóttir, „Ætlar þessum frásögnum aldrei að ljúka?“ Tímarit Máls
og menningar 4/2019, bls. 74–84, hér bls. 76–77.
79 Með „ríkjandi umhverfiskenningu“ á Bird-Davids við kenningu um að umhverfið
spanni ekki endilega andstæðuna efnisheimur~menn, en með „ríkjandi persónu-
leikakenningu“ þær hugmyndir að persónuleiki einkennist ekki endilega af tví-
hyggjuhugmyndinni líkami~andi, sjá „„Animism“ Revisited Personhood, environ-
ment, and Relational epistemology“, Curent Anthropology 40:1/1999, bls. 67–91, hér
bls. 68.
80 Sama heimild, bls. 67–79.