Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 181
KJaRTaN MÁR ÓMaRSSON
180
Þið leikið. Ég hef alltaf fundið á mér að það sé eitthvað meira en
lítið bogið við þetta heimili en nú hef ég séð leikritið skýrt og
greinilega þó svo ég hafi tekið þátt. Leikritið heitir Happí fjöl-
skylda á Nesinu og eru sýningar sérlega glæsilegar þegar „fínu“
gestina ber að garði.69
Móðir hans talar um að hafa alist upp í „leikriti smáborgaradauðans“ og spyr
hvaða „fáránlega samþykki áhorfenda liggi að baki“.70 Hlutverkið sem Gestur
kýs sér er að vera doktor í menningarfræðum en hann fær ekki að leika það
og þarf að gerast kúfræðingur til að öðlast aðgang, bara einhvers staðar og
að einhverju.71 Það mætti jafnvel hugsa sér að söguleysi Gests, og hvernig
hann týnir sér í rannsóknum ofan í kjallaraborunni sinni, megi túlka sem
eins lags heterótópískan flótta frá högum hans, og það sama mætti segja um
sjálfskipaða útlegð Halldórs eða rörtangarhald fortíðarinnar á Bjarna.
Heterótópían og heterótópísk staðafræði er runnin undan rifjum Michel
Foucault.
Fræðunum er ætlað að lýsa þeim sérkennilegu rúmum sem standa
með einhverjum hætti í senn utan og innan samfélags okkar og
koma róti á hefðbundna formgerð þess og markalínur […] Þetta
eru „afbrigði útópíu sem er orðin að áþreifanlegum veruleika“
og því ekki lengur hrein ímyndun eða „staðleysa“, heldur hluti af
hversdagslífi okkar.72
Heterótópían tengist gagnrýni póstmódernismans á markhyggju nútímans
sterkum böndum því einkenni hennar og hlutverk birtast í því að annað
hvort skapar hún blekkingarrými, blekkingarheterótópíu „sem sýnir að hið
raunverulega rými í heild, allar staðsetningarnar sem líf mannsins er hólfað
niður í, eru enn meiri blekking“ og sver sig þannig í ætt við ofurveruleika
Baudrillard.73 Eða hún skapar eins konar sárabóta–heterótópíu „annað raun-
69 Sama rit, bls. 12.
70 Sama rit, bls. 68 og 162. Leturbreyting mín.
71 að maður skilgreini „veru“ sína út frá starfsvali er svo inngróið í daglegt líf að maður
áttar sig varla á því, frekar en öðrum hugmyndafræðilegum afurðum sem virðast
náttúrulegar. Tvær spurningar eru til dæmis ofarlega á baugi þegar Íslendingar vilja
vita eitthvað um hagi manns, hver maður sé. Spurt er hverra manna maður sé og hvað
maður geri/starfi. Gestur er ófullnægjandi á báðum sviðum. Hann þekkir ekki rætur
sínar og starfsval hans þykir ónýtt.
72 [Inngangur þýðanda að] Michel Foucault, „Um önnur rými“, Ritið 1/2002, þýðandi
Benedikt Hjartarson, bls. 131–142, hér bls. 131–132.
73 Sama rit, bls. 141.