Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 96
lEIKIð ORðTólUM
95
sýnt sé að framundan sé „dimmviðri og rigning“.56 lesendur geta flissað og
hugleitt hvernig reykurinn kunni að haga sér þegar hann rýkur grautarlega
eða boðar hagl og hret.
Kýrnar reynast heldur ekki bara kýr þegar lýst er sambýli heimilisfólks á
Hala við þær tvær sem búa undir baðstofuloftinu. Sparkið í þeim og baulið
eru tákn sem standa fyrir tiltekna líðan þeirra, eða nákvæmar orðað, benda
til hennar:
Þó að margt mætti að kúnum finna, þá höfðu þær talsverða þýð-
ingu fyrir andlega lífið í baðstofunni. Það gerði lífið eins og stærra
um sig að vita af þessum lifandi verum nálægt sér. Þær börðu bálk-
ana, þegar þær voru svangar. Það minnti fólkið á þarfir hungraðra.
Þær ráku stundum upp þunga stunu með djúpum andardrætti. Það
víkkaði lífið, leiddi hugann að einhverjum stærri andardrætti í líf-
inu. Þegar mál var að mjólka þær á kvöldin, fóru þær að baula. Þá
vissi maður hér um bil hvað stjarnan var komin langt, þó að þykkt
væri í lofti. (bls. 63)
Útlegging hins fullorðna sögumanns á stunum kúnna – „leiddi hugann að
einhverjum stærri andardrætti í lífinu“ – minnir á að hann hefur lagt sig
sérstaklega eftir austrænum fræðum. Í Upanishads, Hinum innri fræðum,
fornum sanskrítartextum hindúismans, sem eiga margt sameiginlegt með
búddisma, er til að mynda talað um „andardrátt lífsins“.57 Og þá er skemmti-
legt til þess að hugsa að Hin innri fræði eru kannski fyrsta heimildin – senni-
lega frá 9. öld f. kr. – um að mennirnir horfist í augu við muninn á raun-
veruleikanum (Brahman) og reynslunni af honum (maya) sem bæði Peirce
og Þórbergur voru uppteknir af.58 Við bætist að Peirce hreifst af austrænum
fræðum ekki síður en Þórbergur.59 Honum hefur reyndar verið lýst sem dul-
56 Þórbergur Þórðarson, Steinarnir tala. Í Suðursveit, Reykjavík: Mál og menning,
1975, bls. 69. Hér eftir verður vísað í þessa bók með blaðsíðutali einu í meginmáli.
57 Sjá til dæmis Sri Aurobindo, Kenu and other Upanishads, Upanishads II, Pondyc-
herry: Sri Aurobindo Ashram Trust, 2001, bls. 19, 168 og 182.
58 Donald Favareau, „Introduction“, bls. 5.
59 Um búddisma og ameríska hugsuði, þeirra á meðal Peirce, sjá Buddhism and Amer-
ican Thinkers, ritstjóri K. K. Inada og N. P. jacobson, New York: Suny Press, 1984,
t.d. bls. vii, xii, xiii og xvi. Tekið skal fram að heiti eins kaflans í þessari bók „Toward
a Buddhisto-Christian Religion“ eftir Charles Hartshorne er tilvitnun í Peirce.
Einnig skal nefnt að hið þekkta þrenndarkerfi Peirce hefur verið talið koma einkar
vel heim og saman við indverska heimsfræði þar sem þrenndin er lykilatriði, sjá Mil-
ton Singer, Man´s Glassy Essence. Explorations in Semiotic Anthropology, Bloomington:
Indiana University Press, 1984, bls. 184.