Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 111
JAKOB VOn UExKüLL
110
sjónarhorni hverrar tegundar, skoðaði nánar til tekið hvern einstakling og
gerði ráð fyrir að hann byggi yfir eigin vitund. Hann komst að þeirri niður-
stöðu að hver tegund lífvera lifði og athafnaði sig í sérstökum „heimi“ sem
væri gerður af táknum hennar og í samræmi við getu hennar til að tákna
og nema tákn. Utan táknferlis tegundarinnar væri „raunveruleikinn“, sem
hún gæti ekki hent reiður á. Þessi kenning um fjölmarga vitundarheima þar
sem hver tegund byggir sinn, stangast auðvitað á við hugmyndina um einn
allsherjar hlutlægan efnisheim. En með kenningu sinni átti Uexküll eftir að
leggja sitt til dýratáknfræði – seinna líftáknfræði – sem bandaríski táknfræð-
ingurinn Thomas A. Sebeok þróaði í upphafi. Ýmsir líftáknfræðingar hafa
leitt að því rök að séu skynheimsfræði Uexkülls tengd þróunarhugmyndum
eftir tíma Darwins opnist leið til að kanna vitundarreynslu mismunandi líf-
vera með vísindalegum hætti. Slík reynsla sé staðreynd og vitni um ákveðin
geranda–hlutar vensl sem séu beinlínis skipulagslögmál í samþroska, sam-
þróun og samviðhaldi sjálfstæðra lífkerfa.3
Líftáknfræðin er nú orðið öflugt rannsóknarsvið og þar skipar Uexküll
ekki lágan sess. nefna má að árið 1993 var opnað við háskólann í Tartu í
Eistlandi sérstakt Jakobs von Uexküll setur í rannsóknum á líftáknfræði; ríf-
lega áratug síðar var vígt við háskólann í Hamborg skjalasafn um skynheims-
rannsóknir og líftáknfræði, einnig kennt við Uexküll.
Textinn sem hér er þýddur er sóttur til rits Uexkülls, Umwelt und Innen-
welt der Tiere (Skynheimur og innri heimur dýra), sem kom fyrst út árið
1909 en var endurprentað árið 1921. Kaflinn um amöbuna, amoeba terricola,
bregður upp skýrri mynd af hversu hugfanginn Uexküll var af viðfangsefni
sínu og af hversu mikilli virðingu hann fjallaði um þann einstakling sem
hann skoðaði hverju sinni.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Benedikt Hjartarson
Amoeba terricola
Kafli úr Umwelt und Innenwelt der Tiere (Skynheimur og innri heimur dýra)
Í rökum mosa og á feyskinni jörð lifir agnarsmátt dýr, svo smátt að auga
mannsins fær það varla greint, enda þótt það sé risi í sínum litla heimi. Sem
landdýr ber það heitið terricola. Vegna hrjúfs yfirborðs síns er það einn-
ig nefnt verrucosa. Það veltir sér rólega úr stað, myndar breitt útskot með
3 Samanber Donald Favareau, Essential Readings in Biosemiotics. Anthology and
Commentary, Dordrecht, Heidelberg, London og new York: Springer, 2010, bls. 88.