Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2020, Blaðsíða 53
ÁLfDÍS ÞORLEIfSDóTTIR
52
sama hátt hafa hinir miklu innskoðendur komist að sameiginlegum
niðurstöðum um eðli sálarinnar og samband hennar við umheim-
inn: Og það er svo að sjá að þeim sannleika sem indverskir vitringar
fundu í þeim efnum fyrir þúsundum ára hafi ekki tekist að hnekkja
enn þann dag í dag. Vitringar síðari tíma sem beint hafa athyglinni
inn í leyndardóma sálarinnar hafa að eins komist að sömu niður-
stöðum.33
Þeir sem leita nýrra sanninda viðvíkjandi þroskun sálarinnar eru að mati Þór-
bergs aðeins að sækjast eftir nýjungagirninni, „og þegar menn eru að biðja
um eitthvað nýtt þá er það einungis vegna þess að þeir geta ekki lagt það á
sig að praktiséra neitt.“34 Þetta er mjög í anda skoðana guðspekinga almennt,
en þeir byggðu kenningar sínar á efni sem þeir sóttu í ýmsar áttir, óháð upp-
runa, nýjungagirni og höfundarrétti – í leit sinni að andlegum þroska.35
Þórbergur segir í „Bréfi til Kristins“ að rauði þráðurinn í kenningu Kris-
hnamurtis sé: „Kappkostaðu að skilja sjálfan þig og lífið. Sjálfur leið þú
sjálfan þig. fyrir þetta öðlastu lausnina.“36 Sjálfsskilningurinn skiptir þarna
höfuðmáli og samræmist lífsskoðunum Þórbergs og reyndar guðspekinga
yfirleitt þar sem leitast var við að skilja heiminn og þar með talið tilvist guðs
en ekki trúa í blindni.37 Þetta ítrekar Þórbergur í sama pistli því hann bætir
við að Krishnamurti sé „máski frumlegasti og dýpsti hugsuður, sem nú er
uppi. En fólk vill fremur biðja en hugsa, heldur trúa en skilja. Þetta er upp-
spretta allrar ógæfu.“38
33 Sama rit, bls. 132.
34 Sama rit, bls. 133. Krishnamurti svarar sömu spurningu á eftirfarandi hátt „Mér
hefir verið sagt hvað eftir annað, að það, sem ég segi sé ekkert nýtt. Það er ekkert
nýtt undir sólinni. En uppgötvunin er þeim allt af ný, sem gerir hana. Svo ef þér
finnið ekkert nýtt í þvi, sem ég segi, þá er það ekki mér að kenna, heldur þeim, sem
hafa ekkert nýtt í sjálfum sér. Eins og hver dagur er nýr og hvert vor er nýtt, þannig
verður að gerast breyting innra með yður sjálfum, ef þér eigið að uppgötva eitthvað
nýtt og frumlegt. Þér verðið að þrá að losast við hið gamla, ef þér eigið að upp-
götva nokkuð nýtt.“ Krishnamurti, „fyrirspurnum svarað. Ommen 1929“, Skuggsjá
1/1930, bls. 81–91, hér bls. 81.
35 Ein af þremur grundvallarreglum Guðspekihreyfingarinnar var að „hvetja menn til
að leggja stund á samanburð trúarbragðanna, heimspeki og náttúruvísindi“. Pétur
Pétursson, „fæðing höfundar“, bls. 171.
36 Þórbergur Þórðarson, „Bréf til Kristins“, Bréf til Láru, Reykjavík: Helgafell, 1950,
bls. 207–240, hér bls. 226.
37 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir bendir til dæmis á þetta í grein sinni „„að predika
dýraverndun fyrir soltnum hýenum““, bls. 10.
38 Þórbergur Þórðarson, „Bréf til Kristins“, bls. 226.